Kaupir sá brottrekni lið Honda? 22. desember 2008 08:36 David Richards og Nick Fry ræða málin. Richards skoðar að kaupa Honda sem Fry hefur stýrt síðustu misseri. Mynd: Getty Images Þrír mismunandi aðilar hafa sýnt því áhuga á að lkaupa búnað Honda Formúlu 1 liðsins sem ákvað að draga sig í hlé. Allri starfsemi liðsins verður hætt eftir 2 mánuði ef kaupandi finnst ekki. Forríkur Indverji, Vijay Mallay er að skoða bókhald og eignir liðsins, en hann á nú þergar Force India liðið. Þá er grískur skipakóngur fullur áhuga, en Achilles Kallakis sem á flota skipa er með málið í skoðun. Þá er David Richards, fyrrum framlvæmdarstjóri BAR Honda liðsins floginn til Mið-Austurlanda til að kanna hvort fjárfestar þar vilja kaupa Honda liðið með honum. Fyrir ári síðan ætlaði Richards að stofna eigin lið með þessum aðilum undir merkjum Prodrive. Það fyrirtæki sá m.a. um Subaru liðið í heimsmeistarakeppninni í rallakstril. Nú hefur Subaru hætt þátttöku og þá myndast svigrúm til að stökkva á Formúluna fyrir Richards og samstarfsmenn. En til þess þarf fjármagn, en Honda hefur boðist til að selja liðið fyrir aðeins eina miljón pund, ef kaupandi tryggir liðlega 600 manna starfsliði áframhaldandi vinnu. Um það snýst athugun þeirra sem sýna liðinu áhuga. Það merkilega er að Nick Fry sem núna stýrir Honda, var sagður hvatamaður að því að Richards var látinn hætta störfum á sínum tíma. Ekki er ólíklegt að Richards hafi núna krók á móti bragði. Sjá viðtal við Richards Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þrír mismunandi aðilar hafa sýnt því áhuga á að lkaupa búnað Honda Formúlu 1 liðsins sem ákvað að draga sig í hlé. Allri starfsemi liðsins verður hætt eftir 2 mánuði ef kaupandi finnst ekki. Forríkur Indverji, Vijay Mallay er að skoða bókhald og eignir liðsins, en hann á nú þergar Force India liðið. Þá er grískur skipakóngur fullur áhuga, en Achilles Kallakis sem á flota skipa er með málið í skoðun. Þá er David Richards, fyrrum framlvæmdarstjóri BAR Honda liðsins floginn til Mið-Austurlanda til að kanna hvort fjárfestar þar vilja kaupa Honda liðið með honum. Fyrir ári síðan ætlaði Richards að stofna eigin lið með þessum aðilum undir merkjum Prodrive. Það fyrirtæki sá m.a. um Subaru liðið í heimsmeistarakeppninni í rallakstril. Nú hefur Subaru hætt þátttöku og þá myndast svigrúm til að stökkva á Formúluna fyrir Richards og samstarfsmenn. En til þess þarf fjármagn, en Honda hefur boðist til að selja liðið fyrir aðeins eina miljón pund, ef kaupandi tryggir liðlega 600 manna starfsliði áframhaldandi vinnu. Um það snýst athugun þeirra sem sýna liðinu áhuga. Það merkilega er að Nick Fry sem núna stýrir Honda, var sagður hvatamaður að því að Richards var látinn hætta störfum á sínum tíma. Ekki er ólíklegt að Richards hafi núna krók á móti bragði. Sjá viðtal við Richards
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira