Körfubolti

Jón Arnór og Helena best á árinu

Jón Arnór með landsliðinu
Jón Arnór með landsliðinu MYND/Anton

Körfuknattleikssamband Íslands útnefndi í dag þau Jón Arnór Stefánsson og Helenu Sverrisdóttur körfuboltamenn ársins 2007.

Jón Arnór Stefánsson hefur átt prýðilegt tímabil með Roma á Ítalíu þar sem hann hefur m.a. gegnt lykilhlutverki í leikjum liðsins í Evrópukeppninni. Þetta er í fimmta sinn á síðustu sex árum sem Jón Arnór er útnefndur leikmaður ársins og nú hefur enginn verið sæmdur þessum heiðri oftar en Jón. Nafni hans Jón Kr. Gíslason hjá Keflavík var fjórum sinnum kosinn leikmaður ársins á árunum 1987 til 1993.

Helena Sverrisdóttir var lykilmaður í liði Hauka sem vann alla titla sem í boði voru á árinu sem er að líða, auk þess sem hún stóð sig vel með landsliðinu. Helena er nú í námi í Bandaríkjunum þar sem hún spilar með liði TCU. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Helena er kjörinn besti leikmaðurinn, en hún er aðeins 19 ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×