Maldini hættir í lok tímabilsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 20:00 Maldini með bikarinn á lofti í dag. Nordic Photos / Getty Images Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, tilkynnti í dag að hann ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu á Ítalíu lýkur í vor. Maldini er 39 ára gamall og hefur unnið fjölda titla með AC Milan á löngum ferli sínum. Hann er af mörgum talinn vera einn besti varnarmaður sem komið hefur fram í knattspyrnunni. Milan varð í dag heimsmeistari félagsliða eftir 4-2 sigur á Boca Juniors og notaði Maldini tækifærið til að tilkynna ákvörðun sína. Hann sagði reyndar einnig árið 2005 að hann ætlaði að hætta um vorið 2007 en ákvað að halda áfram í eitt tímabil í viðbót. Maldini á að baki 126 leiki með ítalska landsliðinu frá árunum 1988 til 2002. Hann hefur leikið flesta leiki í ítölsku úrvalsdeildinni frá upphafi en hann hefur allan sinn feril leikið með Milan. Fyrir nokkrum árum hafnaði hann tilboði Real Madrid því hann vildi ekki fara frá Milan. Í vor varð hann í fimmta sinn Evrópumeistari með AC Milan eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik. Hann hefur einnig orðið sjö sinnum Ítalíumeistari. „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef afrekað á mínum ferli," sagði Maldini í dag. „Í júní mun ég hætta og ekki sjá eftir neinu." Hann sagði að það hefði verið sætt að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Japan í dag. „Það er erfitt að vera 39 ára gamall og enn að spila með liði eins og AC Milan. En Milan hefur alltaf gefið mér tækifæri til að spila mikilvæga úrslitaleiki." Eini stóri titillinn sem Maldini vantar í safnið sitt er heims- eða Evrópumeistaratitill með ítalska landsliðinu. Hann var með Ítalíu í úrslitaleik HM 1994 er liðið tapaði fyrir Brasilíu í vítaspyrnukeppni og einnig í úrslitaleiknum á EM 2000 er Ítalía tapaði fyrir Frakklandi í framlengdum leik. Ítalski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, tilkynnti í dag að hann ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu á Ítalíu lýkur í vor. Maldini er 39 ára gamall og hefur unnið fjölda titla með AC Milan á löngum ferli sínum. Hann er af mörgum talinn vera einn besti varnarmaður sem komið hefur fram í knattspyrnunni. Milan varð í dag heimsmeistari félagsliða eftir 4-2 sigur á Boca Juniors og notaði Maldini tækifærið til að tilkynna ákvörðun sína. Hann sagði reyndar einnig árið 2005 að hann ætlaði að hætta um vorið 2007 en ákvað að halda áfram í eitt tímabil í viðbót. Maldini á að baki 126 leiki með ítalska landsliðinu frá árunum 1988 til 2002. Hann hefur leikið flesta leiki í ítölsku úrvalsdeildinni frá upphafi en hann hefur allan sinn feril leikið með Milan. Fyrir nokkrum árum hafnaði hann tilboði Real Madrid því hann vildi ekki fara frá Milan. Í vor varð hann í fimmta sinn Evrópumeistari með AC Milan eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik. Hann hefur einnig orðið sjö sinnum Ítalíumeistari. „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef afrekað á mínum ferli," sagði Maldini í dag. „Í júní mun ég hætta og ekki sjá eftir neinu." Hann sagði að það hefði verið sætt að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Japan í dag. „Það er erfitt að vera 39 ára gamall og enn að spila með liði eins og AC Milan. En Milan hefur alltaf gefið mér tækifæri til að spila mikilvæga úrslitaleiki." Eini stóri titillinn sem Maldini vantar í safnið sitt er heims- eða Evrópumeistaratitill með ítalska landsliðinu. Hann var með Ítalíu í úrslitaleik HM 1994 er liðið tapaði fyrir Brasilíu í vítaspyrnukeppni og einnig í úrslitaleiknum á EM 2000 er Ítalía tapaði fyrir Frakklandi í framlengdum leik.
Ítalski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn