Fyrsta mark Eiðs Smára í deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2007 22:47 Eiður Smári smellir kossi á Ronaldinho sem sat á varamannabekk Barcelona í kvöld Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark í 3-0 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári var fremur óvænt í byrjunarliðinu í kvöld en þeir Deco og Ronaldinho voru settir á bekkinn. Hann var fremstur á miðjunni, fyrir framan Toure og Xavi. Fremstur var Samuel Eto’o, Andrés Iniesta hægra megin og Lionel Messi vinstra megin. Eto’o skoraði fyrsta mark leiksins strax á tólftu mínútu eftir hafa leikið illa á varnarmenn Valencia. Börsungar voru með mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að leikmenn liðsins voru búnir að hrista af sér slyðruorðið sem hefur fylgt liðinu á útivelli á tímabilinu. Eto’o bætti við öðru marki á 26. mínútu eftir glæsilegan samleik við Xavi og Messi. Undir lok hálfleiksins þurfti að bera Eið Smára út af eftir ljóta tæklingu Morientes. Eiður gat þó haldið áfram, sem betur fer. Aðeins tíu mínútum síðar þurfti hins vegar Morientes sjálfur að fara af velli vegna meiðsla. Hann var ekki sá eini því áður en hálfleikurinn var liðinn var Messi farinn af velli vegna meiðsla. Giovanni dos Santos kom inn á í hans stað og mátti Ronaldinho sitja sem fastast á bekknum. Yfirburðir Börsunga héldu áfram í síðari hálfleik. Á 61. mínútu var komið að Eiði Smára. Skot Xavi fer af varnarmanni Valencia og Giovanni fékk boltann. Í stað þess að freista þess að skora sjálfur ákveður hann að legga fyrir Eið Smára sem skorar af öryggi. Þetta reyndust lokatölur leiksins en Eiður Smári lék allan leikinn í kvöld. Eftir mark Eiðs Smára kom Deco inn fyrir Yaya Toure og Bojan Krkic fékk nokkrar mínútur þar sem Frank Rijkaard ákvað að hvíla Samuel Eto’o eftir vel unnin störf í kvöld. Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | HK mætir Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark í 3-0 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári var fremur óvænt í byrjunarliðinu í kvöld en þeir Deco og Ronaldinho voru settir á bekkinn. Hann var fremstur á miðjunni, fyrir framan Toure og Xavi. Fremstur var Samuel Eto’o, Andrés Iniesta hægra megin og Lionel Messi vinstra megin. Eto’o skoraði fyrsta mark leiksins strax á tólftu mínútu eftir hafa leikið illa á varnarmenn Valencia. Börsungar voru með mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að leikmenn liðsins voru búnir að hrista af sér slyðruorðið sem hefur fylgt liðinu á útivelli á tímabilinu. Eto’o bætti við öðru marki á 26. mínútu eftir glæsilegan samleik við Xavi og Messi. Undir lok hálfleiksins þurfti að bera Eið Smára út af eftir ljóta tæklingu Morientes. Eiður gat þó haldið áfram, sem betur fer. Aðeins tíu mínútum síðar þurfti hins vegar Morientes sjálfur að fara af velli vegna meiðsla. Hann var ekki sá eini því áður en hálfleikurinn var liðinn var Messi farinn af velli vegna meiðsla. Giovanni dos Santos kom inn á í hans stað og mátti Ronaldinho sitja sem fastast á bekknum. Yfirburðir Börsunga héldu áfram í síðari hálfleik. Á 61. mínútu var komið að Eiði Smára. Skot Xavi fer af varnarmanni Valencia og Giovanni fékk boltann. Í stað þess að freista þess að skora sjálfur ákveður hann að legga fyrir Eið Smára sem skorar af öryggi. Þetta reyndust lokatölur leiksins en Eiður Smári lék allan leikinn í kvöld. Eftir mark Eiðs Smára kom Deco inn fyrir Yaya Toure og Bojan Krkic fékk nokkrar mínútur þar sem Frank Rijkaard ákvað að hvíla Samuel Eto’o eftir vel unnin störf í kvöld.
Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | HK mætir Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira