Skammdegisþunglyndið 13. desember 2007 10:42 Veðurguðirnir kunna ekki að meta jólaskreytingarnar mínar í ár. Ég var ekki fyrr búinn að hengja upp útiseríurnar eftir samfelldum þakkantinum á góða húsinu mínu á bökkum Grafarvogs að mánudagshvellurinn reið yfir. Á að giska sextán rauðar ljósaperur sprungu í ofsanum. Seríur lágu eins og hráviði um allan garðinn. Upplýsti jólasveinninn minn ásamt fallega snjókarlinum hengu á lyginni uppi í runna; báðir slokknaðir. Eins og þetta hafi ekki verið nóg. Ég var ekki fyrr búinn að laga herlegheitin, skipta um perur og naglfesta skrautið að nýju, að fimmtudagshvellurinn reið yfir. Ég vaknaði upp við djöfulskapinn klukkan tvö í nótt. Seríurnar börðu húsið og vildu auðheyrilega komast í skjól. Enn var allt ónýtt, svona meira og minna. Þetta er gósentíð Húsamiðjunnar og annarra álíka búða. Veðurbarðir húsbændur vafra þar með höfuðin í herðakistlinum og kaupa sér enn fleiri kartún af jólaljósum. Þetta eru þögulir menn, giska þreyttir, svekktir og sumir reiðir. Ég veit ekki hvort það þarf að fresta jólunum vegna veðurs. Altént verða þetta ekki mjög upplýst jól. Það eru þrír veðurhvellir í kortunum næstu daga. Þrír, takk fyrir. 45 metrar á sekúndu í hviðunum. Ég ætla að láta draslið liggja um sinn. Eins og hráviði í garðinum. Lái mér hver sem vill. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Veðurguðirnir kunna ekki að meta jólaskreytingarnar mínar í ár. Ég var ekki fyrr búinn að hengja upp útiseríurnar eftir samfelldum þakkantinum á góða húsinu mínu á bökkum Grafarvogs að mánudagshvellurinn reið yfir. Á að giska sextán rauðar ljósaperur sprungu í ofsanum. Seríur lágu eins og hráviði um allan garðinn. Upplýsti jólasveinninn minn ásamt fallega snjókarlinum hengu á lyginni uppi í runna; báðir slokknaðir. Eins og þetta hafi ekki verið nóg. Ég var ekki fyrr búinn að laga herlegheitin, skipta um perur og naglfesta skrautið að nýju, að fimmtudagshvellurinn reið yfir. Ég vaknaði upp við djöfulskapinn klukkan tvö í nótt. Seríurnar börðu húsið og vildu auðheyrilega komast í skjól. Enn var allt ónýtt, svona meira og minna. Þetta er gósentíð Húsamiðjunnar og annarra álíka búða. Veðurbarðir húsbændur vafra þar með höfuðin í herðakistlinum og kaupa sér enn fleiri kartún af jólaljósum. Þetta eru þögulir menn, giska þreyttir, svekktir og sumir reiðir. Ég veit ekki hvort það þarf að fresta jólunum vegna veðurs. Altént verða þetta ekki mjög upplýst jól. Það eru þrír veðurhvellir í kortunum næstu daga. Þrír, takk fyrir. 45 metrar á sekúndu í hviðunum. Ég ætla að láta draslið liggja um sinn. Eins og hráviði í garðinum. Lái mér hver sem vill. -SER.