NBA í nótt: LeBron með og Cleveland vann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2007 09:01 LeBron James skilur hér Troy Murphy eftir í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum í NBA-deildinni í nótt er liðið lagði Indiana, 118-105. LeBron James var með eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði sautján stig. James var ekki í byrjunarliðinu en lék í 22 mínútur. Hann missti af síðustu fimm leikjum Cleveland fyrir leik næturinnar vegna meiðsla á fingri. Cleveland tapaði öllum þessum fimm leikjum. Þá var Larry Hughes einnig með Cleveland, rétt eins og í síðasta leik, en hann er sömuleiðis að jafna sig eftir meiðsli. Hann skoraði 36 stig í leiknum. Anderson Varejao lék einnig með Cleveland í fyrsta skipti á tímabilinu eftir miklar deilur við félagið um samningsmál. Hjá Indiana var Mike Dunleavy stigahæstur með 23 stig og Jermaine O'Neal var með átján. Troy Murphy var með fjórtán stig og tólf fráköst. Golden State vann góðan sigur á San Antonio í nótt, 96-84, en Tim Duncan gat ekki leikið með síðarnefnda liðinu vegna meiðsla. Golden State er sjóðheitt um þessar mundir og hefur unnið tólf af síðustu fimmtán leikjum sínum. San Antonio er einnig búið að ganga vel en liðið vann síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt. Þetta er besti árangur Golden State í fimmtán leikjum í röð í meira en þrjá áratugi. Stephen Jackson var með 20 stig, Baron Davis átján stig og Kelenna Azbuike sextán stig. Hjá San Antonio var Matt Bonner stigahæstur með 25 stig en hann tók einnig sautján fráköst. Manu Ginobili gerði þrettán stig og Tony Parker ellefu. Toronto vann góðan sigur á Atlanta í nótt, 100-88. TJ Ford var stigahæstu rmeð 26 stig hjá Toronto en hann var fluttur á sjúkrahús eftir að Al Horford, nýliði hjá Atlanta, braut illa á honum. Ford skall illa á hausnum í gólfinu og brást þjálfari Toronto, Sam Mitchell, hinn versti við. LA Clippers vann í nótt sinn fyrsta sigur á New Jersey í næstum tíu ár, 91-82. Liðin eru ekki þau sigursælustu í NBA-deildinni undanfarið en fyrir leikinn hafði Clippers tapað átta af síðustu níu leikjum sínum og New Jersey hefur nú tapað átta af síðustu níu heimaleikjum sínum. Caron Butler var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Washington og Roger Mason yngri var með sautján stig fyrir liðið er það bar sigurorð af Minnesota, 102-88. Craig Smith var með 36 stig fyrir Minnesota. Úrslit annarra leikja í nótt: Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 103-113Chicago Bulls - Seattle SuperSonics 123-96 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 89-97 NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Cleveland vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum í NBA-deildinni í nótt er liðið lagði Indiana, 118-105. LeBron James var með eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði sautján stig. James var ekki í byrjunarliðinu en lék í 22 mínútur. Hann missti af síðustu fimm leikjum Cleveland fyrir leik næturinnar vegna meiðsla á fingri. Cleveland tapaði öllum þessum fimm leikjum. Þá var Larry Hughes einnig með Cleveland, rétt eins og í síðasta leik, en hann er sömuleiðis að jafna sig eftir meiðsli. Hann skoraði 36 stig í leiknum. Anderson Varejao lék einnig með Cleveland í fyrsta skipti á tímabilinu eftir miklar deilur við félagið um samningsmál. Hjá Indiana var Mike Dunleavy stigahæstur með 23 stig og Jermaine O'Neal var með átján. Troy Murphy var með fjórtán stig og tólf fráköst. Golden State vann góðan sigur á San Antonio í nótt, 96-84, en Tim Duncan gat ekki leikið með síðarnefnda liðinu vegna meiðsla. Golden State er sjóðheitt um þessar mundir og hefur unnið tólf af síðustu fimmtán leikjum sínum. San Antonio er einnig búið að ganga vel en liðið vann síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt. Þetta er besti árangur Golden State í fimmtán leikjum í röð í meira en þrjá áratugi. Stephen Jackson var með 20 stig, Baron Davis átján stig og Kelenna Azbuike sextán stig. Hjá San Antonio var Matt Bonner stigahæstur með 25 stig en hann tók einnig sautján fráköst. Manu Ginobili gerði þrettán stig og Tony Parker ellefu. Toronto vann góðan sigur á Atlanta í nótt, 100-88. TJ Ford var stigahæstu rmeð 26 stig hjá Toronto en hann var fluttur á sjúkrahús eftir að Al Horford, nýliði hjá Atlanta, braut illa á honum. Ford skall illa á hausnum í gólfinu og brást þjálfari Toronto, Sam Mitchell, hinn versti við. LA Clippers vann í nótt sinn fyrsta sigur á New Jersey í næstum tíu ár, 91-82. Liðin eru ekki þau sigursælustu í NBA-deildinni undanfarið en fyrir leikinn hafði Clippers tapað átta af síðustu níu leikjum sínum og New Jersey hefur nú tapað átta af síðustu níu heimaleikjum sínum. Caron Butler var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Washington og Roger Mason yngri var með sautján stig fyrir liðið er það bar sigurorð af Minnesota, 102-88. Craig Smith var með 36 stig fyrir Minnesota. Úrslit annarra leikja í nótt: Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 103-113Chicago Bulls - Seattle SuperSonics 123-96 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 89-97
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins