Howard skoraði 47 stig í sigri Dallas 9. desember 2007 06:08 Josh Howard var óstöðvandi í nótt NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Josh Howard var í miklu stuði í nótt þegar Dallas skellti Utah Jazz 125-117 í skemmtilegum í Dallas. Howard setti persónulegt met með því að skora 47 stig fyrir heimamenn, sem höfðu tapað 6 af síðustu 9 leikjum sínum. Eldra stigamet Howard var 31 stig og hann sló það snemma í síðari hálfleik. Hann hirti auk þess 10 fráköst. Deron Williams hjá Utah var líka í miklu stuði og skoraði 41 stig sem er persónulegt met hjá honum, en bæði lið spiluðu slakan varnarleik og nýttu um 60% skota sinna. Ótrúleg sigurganga Boston Celtics heldur áfram og í nótt vann liðið sigur í 17. leiknum sínum af fyrstu 19 þegar það skellti Chicago á útivelli 91-82. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Boston en Andres Nocioni var með 18 stig fyrir Chicago. Atlanta skellti Memphis 86-78 á heimavelli og færði Memphis fjórða tapið í röð. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Rudy Gay 17 fyrir gestina. Charlotte lagði Cleveland á heimavelli 96-93 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu, en tap Cleveland var það sjötta í röð og liðið virkar heillum horfið án LeBron James sem er meiddur. Larry Hughes sneri aftur hjá Cleveland eftir meiðsli og skoraði 22 stig af bekknum en Gerald Wallace var með 22 hjá heimamönnum. Philadelphia burstaði New York 105-77 í Madison Square Garden þar sem áhorfendur bauluðu á lið sitt og ekki í fyrsta skipti í vetur. Áhorfendur hrópuðu og vildu fá Isiah Thomas þjálfara burt, en vallarstarfsmenn brugðust við því með því að hækka í tónlistinni til að reyna að yfirgnæfa óánægjuraddirnar. Willie Green skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Nate Robinson skoraði 25 stig fyrir New York. Hann kom ekkert við sögu í fyrri hálfleiknum en tók 16 skot í þeim síðari og nýtti 5 þeirra. Phoenix þurfti loks að játa sig sigrað á mjög þéttu keppnisferðalagi þegar liðið tapaði fyrir botnliði deildarinnar Minnesota 100-93. Al Jefferson átti stórleik hjá Minnesota og skoraði 32 stig og hirti 20 fráköst en Shawn Marion skoraði 18 fyrir Phoenix. Loks vann Denver sigur á Sacramento á heimavelli 101-97 þar sem Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Denver en John Salmons skoraði 25 stig fyrir Sacramento. NBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Framherjinn Josh Howard var í miklu stuði í nótt þegar Dallas skellti Utah Jazz 125-117 í skemmtilegum í Dallas. Howard setti persónulegt met með því að skora 47 stig fyrir heimamenn, sem höfðu tapað 6 af síðustu 9 leikjum sínum. Eldra stigamet Howard var 31 stig og hann sló það snemma í síðari hálfleik. Hann hirti auk þess 10 fráköst. Deron Williams hjá Utah var líka í miklu stuði og skoraði 41 stig sem er persónulegt met hjá honum, en bæði lið spiluðu slakan varnarleik og nýttu um 60% skota sinna. Ótrúleg sigurganga Boston Celtics heldur áfram og í nótt vann liðið sigur í 17. leiknum sínum af fyrstu 19 þegar það skellti Chicago á útivelli 91-82. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Boston en Andres Nocioni var með 18 stig fyrir Chicago. Atlanta skellti Memphis 86-78 á heimavelli og færði Memphis fjórða tapið í röð. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Rudy Gay 17 fyrir gestina. Charlotte lagði Cleveland á heimavelli 96-93 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu, en tap Cleveland var það sjötta í röð og liðið virkar heillum horfið án LeBron James sem er meiddur. Larry Hughes sneri aftur hjá Cleveland eftir meiðsli og skoraði 22 stig af bekknum en Gerald Wallace var með 22 hjá heimamönnum. Philadelphia burstaði New York 105-77 í Madison Square Garden þar sem áhorfendur bauluðu á lið sitt og ekki í fyrsta skipti í vetur. Áhorfendur hrópuðu og vildu fá Isiah Thomas þjálfara burt, en vallarstarfsmenn brugðust við því með því að hækka í tónlistinni til að reyna að yfirgnæfa óánægjuraddirnar. Willie Green skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Nate Robinson skoraði 25 stig fyrir New York. Hann kom ekkert við sögu í fyrri hálfleiknum en tók 16 skot í þeim síðari og nýtti 5 þeirra. Phoenix þurfti loks að játa sig sigrað á mjög þéttu keppnisferðalagi þegar liðið tapaði fyrir botnliði deildarinnar Minnesota 100-93. Al Jefferson átti stórleik hjá Minnesota og skoraði 32 stig og hirti 20 fráköst en Shawn Marion skoraði 18 fyrir Phoenix. Loks vann Denver sigur á Sacramento á heimavelli 101-97 þar sem Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Denver en John Salmons skoraði 25 stig fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum