Til varnar vinstri grænum 3. desember 2007 10:40 Ég verð að taka upp hanskann fyrir vinstri græna í umræðunni um ræðutíma þingmanna. Alþingi landsmanna verður snauðara og þróttminna ef maraþonræðurnar leggjast af. Þeim má þó vitaskuld fækka, en ekki útrýma. Málþóf (þó varla réttnefni) er eitt helsta og beittasta vopn stjórnarandstöðunnar - og hefur á stundum komið í veg fyrir eða frestað vanhugsaðri lagasetningu. Nægir þar að nefna vatnalögin á síðasta þingi sem stjórnarandstaðan (þar á meðal Samfylkingarfólk) talaði út af borðinu með langlokum og orðavaðli. Vandinn hefur verið sá að málþófi hefur á tíðum verið beitt án sérstaks tilefnis. Að mínu viti á aðeins að grípa til þess þegar mikið liggur við og rætt er um grundvallarmálin - stóru málin - í stjórnmálum. Hér mættu vinstri grænir kunna sér meira hóf. Það er ekki viðeigandi að setja á margra klukkutíma langar ræður um dægurmál og gælufrumvörp fámennra hópa innan þings sem allir vita að verða aldrei að lögum. Þau á að afgreiða með hraði. Þegar kemur hins vegar að alvöru pólitík; lagabreytingum sem varða t.d. utanríkismál, skattkerfið, dómskerfið, félagsleg réttindi og umkhverfismál, að ekki sé talað um heilbrigðis- og menntamál ... þá á ekki afgreiða málin á fimm mínútum. Við gerum ekki grundvallarbreytingar á samfélagi okkar án tæmandi umræðu. Við þurfum á stundum - þó það geti verið lýjandi og jafnvel leiðinlegt - að lengja mál okkar. Grundvallarpólitík er engin andarteppa. Grundvallarpólitík á að hampa í þingsölum. Hún á að fá að njóta sín. Við umbyltum ekki samfélaginun orðalaust. Þá - og einmitt þá - á stjórnmálaumræðan, rökræðulistin, orðagaldurinn og allt upplýsingaflæðið að fá að njóta sín í meira og minna löngu máli. Alþingi verður að vera vettvangur ítarlegrar stjórnmálaumræðu þegar kemur að umdeildum lagabreytingum. Dæmin sanna að á stundum verður minnihlutinn að koma vitinu fyrir þæga og múlbundna þingmenn stjórnarsinna. Ráðherravaldið er Alþingi yfirsterkara - og þegar við bætist ægivald foringjanna, má hinn almenni þingmaður sín næsta lítils. Hann er lýðræðislegt punt. Alþingi er aðhaldssamkoma. Það á að virkja lýðræðið, ekki veikja það. Fimm mínútna pólitík getur verið sjónvarpsvæn, en hún dugar ekki þar sem þróttmikil lýðræðisumræða á að njóta sín. Í stóru málunum verða menn að hafa tækifæri til að tala sig að niðurstöðu - og skýra með nákvæmum hætti sína pólitík. Tala út! Ekki þar fyrir utan að pólitík sumra á Alþingi virðist rúmast innan fimm mínútna, svona almennt ... en það er önnur saga. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun
Ég verð að taka upp hanskann fyrir vinstri græna í umræðunni um ræðutíma þingmanna. Alþingi landsmanna verður snauðara og þróttminna ef maraþonræðurnar leggjast af. Þeim má þó vitaskuld fækka, en ekki útrýma. Málþóf (þó varla réttnefni) er eitt helsta og beittasta vopn stjórnarandstöðunnar - og hefur á stundum komið í veg fyrir eða frestað vanhugsaðri lagasetningu. Nægir þar að nefna vatnalögin á síðasta þingi sem stjórnarandstaðan (þar á meðal Samfylkingarfólk) talaði út af borðinu með langlokum og orðavaðli. Vandinn hefur verið sá að málþófi hefur á tíðum verið beitt án sérstaks tilefnis. Að mínu viti á aðeins að grípa til þess þegar mikið liggur við og rætt er um grundvallarmálin - stóru málin - í stjórnmálum. Hér mættu vinstri grænir kunna sér meira hóf. Það er ekki viðeigandi að setja á margra klukkutíma langar ræður um dægurmál og gælufrumvörp fámennra hópa innan þings sem allir vita að verða aldrei að lögum. Þau á að afgreiða með hraði. Þegar kemur hins vegar að alvöru pólitík; lagabreytingum sem varða t.d. utanríkismál, skattkerfið, dómskerfið, félagsleg réttindi og umkhverfismál, að ekki sé talað um heilbrigðis- og menntamál ... þá á ekki afgreiða málin á fimm mínútum. Við gerum ekki grundvallarbreytingar á samfélagi okkar án tæmandi umræðu. Við þurfum á stundum - þó það geti verið lýjandi og jafnvel leiðinlegt - að lengja mál okkar. Grundvallarpólitík er engin andarteppa. Grundvallarpólitík á að hampa í þingsölum. Hún á að fá að njóta sín. Við umbyltum ekki samfélaginun orðalaust. Þá - og einmitt þá - á stjórnmálaumræðan, rökræðulistin, orðagaldurinn og allt upplýsingaflæðið að fá að njóta sín í meira og minna löngu máli. Alþingi verður að vera vettvangur ítarlegrar stjórnmálaumræðu þegar kemur að umdeildum lagabreytingum. Dæmin sanna að á stundum verður minnihlutinn að koma vitinu fyrir þæga og múlbundna þingmenn stjórnarsinna. Ráðherravaldið er Alþingi yfirsterkara - og þegar við bætist ægivald foringjanna, má hinn almenni þingmaður sín næsta lítils. Hann er lýðræðislegt punt. Alþingi er aðhaldssamkoma. Það á að virkja lýðræðið, ekki veikja það. Fimm mínútna pólitík getur verið sjónvarpsvæn, en hún dugar ekki þar sem þróttmikil lýðræðisumræða á að njóta sín. Í stóru málunum verða menn að hafa tækifæri til að tala sig að niðurstöðu - og skýra með nákvæmum hætti sína pólitík. Tala út! Ekki þar fyrir utan að pólitík sumra á Alþingi virðist rúmast innan fimm mínútna, svona almennt ... en það er önnur saga. -SER.