Eiður Smári vill spila á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2007 09:50 Eiður Smári stekkur yfir Kader Keita, leikmann Lyon. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnað sig fljótt og vel af meiðslunum sem hann hlaut í leik Barcelona og Lyon í Meistaradeildinni í vikunni og vonast til að vera klár í slaginn gegn Espanyol í spænsku deildinni á morgun. Eiður ræddi við blaðamenn eftir æfingu Barcelona-liðsins í gær. Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að tapa grannaslagnum á morgun en slíkir leikir séu ávallt sérstakir. Espanyol er aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona í deildinni sem gerir það að verkum að leikurinn er enn meira spennandi. „Það virðist sem svo að það sé meira að veði en einungis þrjú stig en enn mikilvægara er að með sigri náum við að setja meiri þrýsting á liðin í efstu sætunum. Við yrðum líka mjög stoltir af því að vinna þennan leik, að sjálfsögðu." Eiður var í byrjunarliði Börsunga gegn Lyon og segir að leikurinn hafi verið góður af hálfu sinna manna þrátt fyrir jafntefli. „Við unnum vel saman sem liðsheild. Við verðum að halda áfram á þeirri braut en skora fleiri mörk og fá á okkur færri. Ef okkur tekst að bæta okkur enn frekar getum við unnið alla okkar leiki." Eiður hefur fengið að spila meira en búist var við fyrir nokkrum vikum. „Meiðsli leikmanna höfðu það í för með sér að ég fékk að spila meira en ég hef lagt virkilega hart að mér síðustu mánuðina og það hefur hjálpað mér mikið. Mitt markmið er að hjálpa liðinu eins mikið og ég mögulega get." Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Börsunga gegn Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni og segir að hann hafi lagt of mikla áherslu á að sanna sig í þeim leik. „Ég gerði of mikið af mistökukm í þeim leik. En ég stóð mig betur í Lyon. Ég spilaði meira fyrir liðið allt." Espanyol hefur byrjað mjög vel á leiktíðinni og segir Eiður að þrátt fyrir að hann hafi ekki séð mikið til liðsins viti hann að það búi mikið í því. „Þetta er lið sem spilar mjög góðan fótbolta og eru afar sterkir, sérstaklega Tamudo. En ég held að við þurfum að einbeita okkur að eigin liði. Ef við spilum samkvæmt eðlilegri getu getum við unnið alla okkar andstæðinga." Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnað sig fljótt og vel af meiðslunum sem hann hlaut í leik Barcelona og Lyon í Meistaradeildinni í vikunni og vonast til að vera klár í slaginn gegn Espanyol í spænsku deildinni á morgun. Eiður ræddi við blaðamenn eftir æfingu Barcelona-liðsins í gær. Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að tapa grannaslagnum á morgun en slíkir leikir séu ávallt sérstakir. Espanyol er aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona í deildinni sem gerir það að verkum að leikurinn er enn meira spennandi. „Það virðist sem svo að það sé meira að veði en einungis þrjú stig en enn mikilvægara er að með sigri náum við að setja meiri þrýsting á liðin í efstu sætunum. Við yrðum líka mjög stoltir af því að vinna þennan leik, að sjálfsögðu." Eiður var í byrjunarliði Börsunga gegn Lyon og segir að leikurinn hafi verið góður af hálfu sinna manna þrátt fyrir jafntefli. „Við unnum vel saman sem liðsheild. Við verðum að halda áfram á þeirri braut en skora fleiri mörk og fá á okkur færri. Ef okkur tekst að bæta okkur enn frekar getum við unnið alla okkar leiki." Eiður hefur fengið að spila meira en búist var við fyrir nokkrum vikum. „Meiðsli leikmanna höfðu það í för með sér að ég fékk að spila meira en ég hef lagt virkilega hart að mér síðustu mánuðina og það hefur hjálpað mér mikið. Mitt markmið er að hjálpa liðinu eins mikið og ég mögulega get." Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Börsunga gegn Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni og segir að hann hafi lagt of mikla áherslu á að sanna sig í þeim leik. „Ég gerði of mikið af mistökukm í þeim leik. En ég stóð mig betur í Lyon. Ég spilaði meira fyrir liðið allt." Espanyol hefur byrjað mjög vel á leiktíðinni og segir Eiður að þrátt fyrir að hann hafi ekki séð mikið til liðsins viti hann að það búi mikið í því. „Þetta er lið sem spilar mjög góðan fótbolta og eru afar sterkir, sérstaklega Tamudo. En ég held að við þurfum að einbeita okkur að eigin liði. Ef við spilum samkvæmt eðlilegri getu getum við unnið alla okkar andstæðinga."
Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira