Sagður þurfa kraftaverk Guðjón Helgason skrifar 23. nóvember 2007 19:00 Kevin Rudd, leiðtoga Verkamannaflokksins í Ástralíu, er spáð sigri í þingkosningunum á morgun og þar með forsætisráðherraembættinu. MYND/AP John Howard - næst þaulsetnasti forsætisráðherra Ástralíu - berst nú fyrir pólitísku lífi sínu daginn fyrir þingkosningar í landinu. Því er spáð að Verkamannaflokkur Kevins Rudds fari með sigur af hólmi. Fjölmiðlar í Ástralíu voru ekki að skafa utan af því í morgun - Howard sagður þurfa kraftaverk til að halda völdum. Hann og Frjálslyndi flokkur hans hafa verið við völd frá 1996. Aðeins einn hefur setið lengur - Robert Menzies 1949 til 1966. Verkamannaflokknum er spáð sigri leiðtoga hans - Kevin Rudd - forsætisráðherraembættinu. Kosningabaráttan hefur þótt nokkuð litlaus - helst vegna þess hve Howard og Rudd eru líkir í fasi og stefnumálum. Svo langt gekk það að á dögunum voru þeir á kosningafundi í sömu borginni - mættu í sömu verslunarmiðstöðina sama daginn og kysstu sama barnið á kollinn til að veiða atkvæði. Það sem helst hefur skaðað Howard í baráttuni síðustu vikuna er falsaður bæklingur sem flokksbræður hans gáfu út í kjördæmi þar sem mjótt er á munum. Í honum þakka tilbúin samtök múslima Verkamannaflokknum fyrir stuðning eftir hryðjuverkaárásirnar á Balí í Indónesíu 2002. Þar týndu fjölmargir ástralskir ferðmenn lífi. Þetta átti að ala á kynþáttahatri og veikja Rudd. Howard hefur svarið málið af sér en Rudd gripið það á lofti og boðar breytingar. Rudd segist skilja það að margir kjósendur hafi ekki kosið Verkamannaflokkin fyrr, þeir hugsi nú um það. Aðrir hafi ekki kosið flokkinn í lengri tíma. Við þetta fólk vilji hann segja að ef hann nái kjöri verði hann forsætisráðherra allrar þjóðarinnar. Howard varar hins vegar við breytingum. Ef kjósendur séu þeirrar skoðunar að landið sé í grunninn á leið í rétta átt séu engin rök fyrir því að breyta til. Erlent Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
John Howard - næst þaulsetnasti forsætisráðherra Ástralíu - berst nú fyrir pólitísku lífi sínu daginn fyrir þingkosningar í landinu. Því er spáð að Verkamannaflokkur Kevins Rudds fari með sigur af hólmi. Fjölmiðlar í Ástralíu voru ekki að skafa utan af því í morgun - Howard sagður þurfa kraftaverk til að halda völdum. Hann og Frjálslyndi flokkur hans hafa verið við völd frá 1996. Aðeins einn hefur setið lengur - Robert Menzies 1949 til 1966. Verkamannaflokknum er spáð sigri leiðtoga hans - Kevin Rudd - forsætisráðherraembættinu. Kosningabaráttan hefur þótt nokkuð litlaus - helst vegna þess hve Howard og Rudd eru líkir í fasi og stefnumálum. Svo langt gekk það að á dögunum voru þeir á kosningafundi í sömu borginni - mættu í sömu verslunarmiðstöðina sama daginn og kysstu sama barnið á kollinn til að veiða atkvæði. Það sem helst hefur skaðað Howard í baráttuni síðustu vikuna er falsaður bæklingur sem flokksbræður hans gáfu út í kjördæmi þar sem mjótt er á munum. Í honum þakka tilbúin samtök múslima Verkamannaflokknum fyrir stuðning eftir hryðjuverkaárásirnar á Balí í Indónesíu 2002. Þar týndu fjölmargir ástralskir ferðmenn lífi. Þetta átti að ala á kynþáttahatri og veikja Rudd. Howard hefur svarið málið af sér en Rudd gripið það á lofti og boðar breytingar. Rudd segist skilja það að margir kjósendur hafi ekki kosið Verkamannaflokkin fyrr, þeir hugsi nú um það. Aðrir hafi ekki kosið flokkinn í lengri tíma. Við þetta fólk vilji hann segja að ef hann nái kjöri verði hann forsætisráðherra allrar þjóðarinnar. Howard varar hins vegar við breytingum. Ef kjósendur séu þeirrar skoðunar að landið sé í grunninn á leið í rétta átt séu engin rök fyrir því að breyta til.
Erlent Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira