Brown baðst afsökunar Guðjón Helgason skrifar 21. nóvember 2007 17:45 Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá tuttugu og fimm milljón Bretum. Ekki er vitað hvort diskarnir tveir komust í hendur skúrka sem ætli að nota upplýsingarnar til að hafa af fólki fé. Sendill fór með þá í póst. Sendingin var ekki skráð og því illmögulegt að vita hvar hún hvarf í kerfinu eða hvort hún hafi yfir höfuð póstlögð. Skattstjórinn í Bretlandi hefur sagt af sér og verulega hitnað undir Alistair Darling, fjármálaráðherra. Hann og Gordon Brown, forsætisráðherra vissu af hvarfi diskanna tíunda þessa mánaðar en greindu ekki frá því. Stjórnmálaskýrendur telja að málið geti reynst forsætisráðherra erfitt - hann hafi jú verið fjármálaráðherra þar til í sumar. Í breska þinginu í dag baðst forsætisráðherra afsökunar á þeim óþægindum og áhyggjum sem þetta hefði valdið milljónum fjölskyldna sem fá barnabætur. David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, benti á að forsætisráðherra hefði verið fjármálaráðherra í áratug og skattayfirvöld þá heyrt undir hann. Hann spurði forsætisráðherra hvort honum væri brugðið. Brown svaraði því til að allir þeir sem fengju barnabætur ættu að vita allt yrði gert nú til að lagfæra starfshætti skattsins breska. Ekki yrði numið staðar þar heldur það sama gert hjá öllum öðrum opinberum stofnunum og embættum. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, sagði í samtali við fréttastofa að vinnuaðferðir eins og þær sem nú hefði orðið uppvíst um í Bretlandi þekktust ekki hér á landi. Þess fyrir utan væri reglulega farið yfir öryggismál og vinnuferla og starfhópur að störfum. Þær upplýsingar fengust hjá Persónuvernd að enn hefði ekki verið gerð úttekt á öryggi skattstofunnar hér á landi en að það væri á dagskrá. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá tuttugu og fimm milljón Bretum. Ekki er vitað hvort diskarnir tveir komust í hendur skúrka sem ætli að nota upplýsingarnar til að hafa af fólki fé. Sendill fór með þá í póst. Sendingin var ekki skráð og því illmögulegt að vita hvar hún hvarf í kerfinu eða hvort hún hafi yfir höfuð póstlögð. Skattstjórinn í Bretlandi hefur sagt af sér og verulega hitnað undir Alistair Darling, fjármálaráðherra. Hann og Gordon Brown, forsætisráðherra vissu af hvarfi diskanna tíunda þessa mánaðar en greindu ekki frá því. Stjórnmálaskýrendur telja að málið geti reynst forsætisráðherra erfitt - hann hafi jú verið fjármálaráðherra þar til í sumar. Í breska þinginu í dag baðst forsætisráðherra afsökunar á þeim óþægindum og áhyggjum sem þetta hefði valdið milljónum fjölskyldna sem fá barnabætur. David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, benti á að forsætisráðherra hefði verið fjármálaráðherra í áratug og skattayfirvöld þá heyrt undir hann. Hann spurði forsætisráðherra hvort honum væri brugðið. Brown svaraði því til að allir þeir sem fengju barnabætur ættu að vita allt yrði gert nú til að lagfæra starfshætti skattsins breska. Ekki yrði numið staðar þar heldur það sama gert hjá öllum öðrum opinberum stofnunum og embættum. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, sagði í samtali við fréttastofa að vinnuaðferðir eins og þær sem nú hefði orðið uppvíst um í Bretlandi þekktust ekki hér á landi. Þess fyrir utan væri reglulega farið yfir öryggismál og vinnuferla og starfhópur að störfum. Þær upplýsingar fengust hjá Persónuvernd að enn hefði ekki verið gerð úttekt á öryggi skattstofunnar hér á landi en að það væri á dagskrá.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira