Taserbyssur sagðar hættulitlar Óli Tynes skrifar 21. nóvember 2007 14:58 Auglýsingamynd sem á að sýna hnífamann yfirbugaðan með Taser. Sagt skárri kostur en að skjóta hann til bana. Rannsóknir á Taser byssunum svokölluðu sem lama fólk í stutta stund með rafstuði, benda til að þær séu hættulitlar. Yfir 10 þúsund löggæslustofnanir í 45 löndum nota þessar byssur. Á fréttavef BBC er sagt frá rannsókn á eittþúsund tilfellum þar sem Taser var beitt, í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð við Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum með styrk frá US National Institute of Justice. Meiðsli lítil Bráðabirgðaniðurstöður í 597 tilfellum voru birtar í tímaritinu Annals of Emergency Medicine í september síðastliðnum. Niðurstöðurnar benda til þess að hættan sé lítil og alvarleiki meiðsla sé lítill. Flest meiðslin voru mar og skrámur. Í þrem tilfellum meiddist fólk það alvarlega að það lagt lagt inn á sjúkrahús. Tvennt hlaut höfuðmeiðsli þegar það féll við Taser skot. Einn var lagður inn á sjúkrahús tveim dögum síðar vegna ástands sem var óljóst hvort tengdist Taser beitingu. Tveir hinna handteknu létust en krufning benti til þess að í hvorugu tilfellinu væri það vegna Taser beitingar. Amnesty á móti Samtökin Amnesty International telja Taser byssur vera hættulegar og nefna tölur um dauðsföll tengd notkun þeirra. Samtökin viðurkenna þó að þau hafi ekki vísindalegar sannanir fyrir því að beiting vopnanna hafi valdið þessum dauðsföllum. Samtök lögreglumanna í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, eru hlynnt því að hafa þennan valkost. Hann dragi úr hættu á meiðslum eða jafnvel dauða bæði lögreglumanna og þeirra sem þeir hafi afskipti af. Skotvopn séu auðvitað margfallt hættulegri. Og það sé einnig hættulegra fyrir alla aðila að lenda í slagsmálum þar sem beitt sé kylfum eða hnúum og hnefum. Taser byssurnar lami fólk í örskamma stund og á meðan sé hægt að koma því í járn. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa látið skjóta í sig Taser pílum. Bæði lögreglumenn og blaðamenn. Kanadiskur blaðamaður lýsir því þannig að hnén á honum hafi gefið eftir og hann hafi dottið niður varnarlaus. Um leið og straumurinn var tekinn af reis hann á fætur og kenndi sér einskis meins. Ekki 50 þúsund volt Taser byssur lama ekki með 50 þúsund volta straumi heldur 1200. Þegar rafmagnið flæðir milli póla í tækinu sjálfu eru það 50 þúsund volt. Þegar hinsvegar er búið að skjóta í mann fellur það niður í 1200. Fyrirtækið Taser International heldur því fram að byssur þeirra séu hættulausar. Taser segir að um þetta vitni yfir sjötíu sjálfstæðar rannsóknir. Bæði læknisfræðilegar- og öryggisrannsóknir. Þær hafi leitt í ljós að í tilfellum þar sem dauða bar að höndum eftir að Taser var beitt, hafi krufning leitt í ljós að orsakana var að leita annarsstaðar. Erlent Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Rannsóknir á Taser byssunum svokölluðu sem lama fólk í stutta stund með rafstuði, benda til að þær séu hættulitlar. Yfir 10 þúsund löggæslustofnanir í 45 löndum nota þessar byssur. Á fréttavef BBC er sagt frá rannsókn á eittþúsund tilfellum þar sem Taser var beitt, í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð við Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum með styrk frá US National Institute of Justice. Meiðsli lítil Bráðabirgðaniðurstöður í 597 tilfellum voru birtar í tímaritinu Annals of Emergency Medicine í september síðastliðnum. Niðurstöðurnar benda til þess að hættan sé lítil og alvarleiki meiðsla sé lítill. Flest meiðslin voru mar og skrámur. Í þrem tilfellum meiddist fólk það alvarlega að það lagt lagt inn á sjúkrahús. Tvennt hlaut höfuðmeiðsli þegar það féll við Taser skot. Einn var lagður inn á sjúkrahús tveim dögum síðar vegna ástands sem var óljóst hvort tengdist Taser beitingu. Tveir hinna handteknu létust en krufning benti til þess að í hvorugu tilfellinu væri það vegna Taser beitingar. Amnesty á móti Samtökin Amnesty International telja Taser byssur vera hættulegar og nefna tölur um dauðsföll tengd notkun þeirra. Samtökin viðurkenna þó að þau hafi ekki vísindalegar sannanir fyrir því að beiting vopnanna hafi valdið þessum dauðsföllum. Samtök lögreglumanna í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, eru hlynnt því að hafa þennan valkost. Hann dragi úr hættu á meiðslum eða jafnvel dauða bæði lögreglumanna og þeirra sem þeir hafi afskipti af. Skotvopn séu auðvitað margfallt hættulegri. Og það sé einnig hættulegra fyrir alla aðila að lenda í slagsmálum þar sem beitt sé kylfum eða hnúum og hnefum. Taser byssurnar lami fólk í örskamma stund og á meðan sé hægt að koma því í járn. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa látið skjóta í sig Taser pílum. Bæði lögreglumenn og blaðamenn. Kanadiskur blaðamaður lýsir því þannig að hnén á honum hafi gefið eftir og hann hafi dottið niður varnarlaus. Um leið og straumurinn var tekinn af reis hann á fætur og kenndi sér einskis meins. Ekki 50 þúsund volt Taser byssur lama ekki með 50 þúsund volta straumi heldur 1200. Þegar rafmagnið flæðir milli póla í tækinu sjálfu eru það 50 þúsund volt. Þegar hinsvegar er búið að skjóta í mann fellur það niður í 1200. Fyrirtækið Taser International heldur því fram að byssur þeirra séu hættulausar. Taser segir að um þetta vitni yfir sjötíu sjálfstæðar rannsóknir. Bæði læknisfræðilegar- og öryggisrannsóknir. Þær hafi leitt í ljós að í tilfellum þar sem dauða bar að höndum eftir að Taser var beitt, hafi krufning leitt í ljós að orsakana var að leita annarsstaðar.
Erlent Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent