Fyrsta stórmyndin á ís Guðjón Helgason skrifar 19. nóvember 2007 12:19 Fyrsta Hollywood stórmyndin hefur verið sett á ís vegna verkfalls handritshöfunda. Tökum á framhaldinu af Da Vinci lyklinum hefur verið frestað. Myndin byggir á Englum og djöflum, fyrstu bók Dan Browns um ævintýraprófessorin Robert Langdon. Tom Hanks átti að fara með hlutverk hans eins og í fyrri myndinni og Ron Howard að leikstýra. Framleiðendur myndarinnar segja að þeir verði að stöðva vinnu við hana nú þar sem nokkuð skortir á að handrit hennar sé fullklárað. Myndina átta að frumsýna seint á næsta ári. Frumsýningunni hefur nú verið frestað til 2009 - ekki er gefið upp hvenær ársins. Verkfallið skall á fyrir hálfum mánuði. Næsti samningafundur deilenda er fyrirhugaður eftir tæpa viku. Óttast margir að verkfallið eigi enn eftir að dragast á langinn - tefja framleiðslu á mörgum stórmyndum til viðbótar og binda enda á nýjustu syrpur vinsælla sjónvarpþátta strax um áramótin. Síðasta verkfall handritshöfunda 1988 stóð í 22 vikur og varð banabiti margra vinsælla sjónvarpsþátta á borð við Moonlighting og Hill Street Blues. En það eru ekki bara verkfall í Hollywood. Sviðsmenn á Broadway í New York lögðu niður vinnu fyrir viku og hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum deilenda. Upp úr slitnaði í gærkvöldi. Talsmaður sviðsmanna segir síðasta tilboð framleiðenda ekki hafa verið nægilega gott. Talsmaður framleiðenda segir á móti að sviðsmenn hafi hafnað sáttaleið. Það sem einkum skilur á milli í deilunni eru óskir framleiðenda um að fá að ráða aukafólk í miklum mæli þegar verið er að setja upp leiksviðin fyrir frumsýningar. Auk þess er mikill ágreiningur um vinnutíma og bónusa. Verkfallið er farið að hafa veruleg áhrif utan Brodway og merkja eigendur veitingahúsa og hótela minnkandi aðsókn þar sem engar leiksýnignar eru í gangi. New York Daily Times hefur þannig eftir þjóni á vinsælum veitingastað að hann hafi tapað sem nemur jafnvirði tæplega 50 þúsund króna í þjórfé síðan að verkfallið hófst. Erlent Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Fyrsta Hollywood stórmyndin hefur verið sett á ís vegna verkfalls handritshöfunda. Tökum á framhaldinu af Da Vinci lyklinum hefur verið frestað. Myndin byggir á Englum og djöflum, fyrstu bók Dan Browns um ævintýraprófessorin Robert Langdon. Tom Hanks átti að fara með hlutverk hans eins og í fyrri myndinni og Ron Howard að leikstýra. Framleiðendur myndarinnar segja að þeir verði að stöðva vinnu við hana nú þar sem nokkuð skortir á að handrit hennar sé fullklárað. Myndina átta að frumsýna seint á næsta ári. Frumsýningunni hefur nú verið frestað til 2009 - ekki er gefið upp hvenær ársins. Verkfallið skall á fyrir hálfum mánuði. Næsti samningafundur deilenda er fyrirhugaður eftir tæpa viku. Óttast margir að verkfallið eigi enn eftir að dragast á langinn - tefja framleiðslu á mörgum stórmyndum til viðbótar og binda enda á nýjustu syrpur vinsælla sjónvarpþátta strax um áramótin. Síðasta verkfall handritshöfunda 1988 stóð í 22 vikur og varð banabiti margra vinsælla sjónvarpsþátta á borð við Moonlighting og Hill Street Blues. En það eru ekki bara verkfall í Hollywood. Sviðsmenn á Broadway í New York lögðu niður vinnu fyrir viku og hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum deilenda. Upp úr slitnaði í gærkvöldi. Talsmaður sviðsmanna segir síðasta tilboð framleiðenda ekki hafa verið nægilega gott. Talsmaður framleiðenda segir á móti að sviðsmenn hafi hafnað sáttaleið. Það sem einkum skilur á milli í deilunni eru óskir framleiðenda um að fá að ráða aukafólk í miklum mæli þegar verið er að setja upp leiksviðin fyrir frumsýningar. Auk þess er mikill ágreiningur um vinnutíma og bónusa. Verkfallið er farið að hafa veruleg áhrif utan Brodway og merkja eigendur veitingahúsa og hótela minnkandi aðsókn þar sem engar leiksýnignar eru í gangi. New York Daily Times hefur þannig eftir þjóni á vinsælum veitingastað að hann hafi tapað sem nemur jafnvirði tæplega 50 þúsund króna í þjórfé síðan að verkfallið hófst.
Erlent Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira