Glock ráðinn ökumaður Toyota

Lið Toyota í Formúlu 1 gekk í dag frá ráðningu þýska ökuþórsins Timo Glock fyrir næsta tímabil. Glock ók fjórar keppnir fyrir Jordan liðið árið 2004 og verður félagi Jarno Trulli hjá Toyota á næsta tímabili. Hann er 25 ára gamall og var áður reynsluökumaður hjá BMW Sauber, en fyllir nú skarð landa síns Ralf Schumacher hjá Toyota.