Vitni segir rafbyssu hafa verið óþarfa Guðjón Helgason skrifar 16. nóvember 2007 19:19 MYND/AP Maður sem tók myndir af því þegar kanadíska lögreglan notaði rafbyssur á annan mann,með þeim afleiðingum að hann lést, segir ekki hafa verið þörf á svo harkalegum viðbrögðum. Lögreglan á Íslandi íhugar að taka slíkar byssur í notkun. Robert Dziekanski beið eftir móður sinni á flugvellinum í Vancouver. Hann var fertugur, kunni ekki stakt orð í ensku og nýkominn úr fyrstu flugferð sinni. Þau fórust á mis og hann missti stjórn á skapi sínu af hræðslu. Lögregla notaði rafbyssu til að róa hann og yfirbuga. Dziekanski lést í átökunum. Krufning hefur ekki leitt í ljós hvað olli dauða hans. Atvikið var fest á filmu en lögregla birti upptökuna fyrst í gær að ósk móður Dziekanskis. Paul Pritchard, sem tók atvikið upp á myndband, segir hann hafa myndað það í fyrstu sem skemmtiatriði. En þegar lögregla hafi notað rafbyssuna hafi Dziekanski gefið frá sér hryllilegt óp sem sé fast í huga hans. Pritchard segist aldrei hafa skynað það að hann væri líklegur til vandræða eða ógn. Hann hafi ekki haft sig þannig í frammi. Kona á vettvangi hafi meira að segja gengið beint að honum og reynt að róa hann. Pritchard segir hegðun Dziekanskis vissulega hafa verið órökrétta en hans mat var að maðurinn hafi verið hræddur. Pritchard segir athyglisvert að lögregla hafi tekið myndbandið af sér eftir atburðinn og ekki viljað láta hann fá það aftur. Það veki spurningar. Talsmaður lögreglu segir málið í rannsókn. Myndbandið sé aðeins eitt sönnunargagn af mörgum. Kanadískir miðlar segja átján manns hafa látist í Kanada frá 2003 eftir að rafbyssa hafi verið notuð á viðkomandi. Í yfirlýsingu frá framleiðendum rafbyssanna - Taser International - er dauði Dziekanskis harmaður. Rannsókn hafi sýtn að rafbyssa hafi ekki valið dauða verið völd að dauða í tilvikunum átján - og myndbandið bendi til að það sama eigi við nú. Lögregla hér á landi íhuga nú að taka rafbyssur sem þessar í notkun. Erlent Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Maður sem tók myndir af því þegar kanadíska lögreglan notaði rafbyssur á annan mann,með þeim afleiðingum að hann lést, segir ekki hafa verið þörf á svo harkalegum viðbrögðum. Lögreglan á Íslandi íhugar að taka slíkar byssur í notkun. Robert Dziekanski beið eftir móður sinni á flugvellinum í Vancouver. Hann var fertugur, kunni ekki stakt orð í ensku og nýkominn úr fyrstu flugferð sinni. Þau fórust á mis og hann missti stjórn á skapi sínu af hræðslu. Lögregla notaði rafbyssu til að róa hann og yfirbuga. Dziekanski lést í átökunum. Krufning hefur ekki leitt í ljós hvað olli dauða hans. Atvikið var fest á filmu en lögregla birti upptökuna fyrst í gær að ósk móður Dziekanskis. Paul Pritchard, sem tók atvikið upp á myndband, segir hann hafa myndað það í fyrstu sem skemmtiatriði. En þegar lögregla hafi notað rafbyssuna hafi Dziekanski gefið frá sér hryllilegt óp sem sé fast í huga hans. Pritchard segist aldrei hafa skynað það að hann væri líklegur til vandræða eða ógn. Hann hafi ekki haft sig þannig í frammi. Kona á vettvangi hafi meira að segja gengið beint að honum og reynt að róa hann. Pritchard segir hegðun Dziekanskis vissulega hafa verið órökrétta en hans mat var að maðurinn hafi verið hræddur. Pritchard segir athyglisvert að lögregla hafi tekið myndbandið af sér eftir atburðinn og ekki viljað láta hann fá það aftur. Það veki spurningar. Talsmaður lögreglu segir málið í rannsókn. Myndbandið sé aðeins eitt sönnunargagn af mörgum. Kanadískir miðlar segja átján manns hafa látist í Kanada frá 2003 eftir að rafbyssa hafi verið notuð á viðkomandi. Í yfirlýsingu frá framleiðendum rafbyssanna - Taser International - er dauði Dziekanskis harmaður. Rannsókn hafi sýtn að rafbyssa hafi ekki valið dauða verið völd að dauða í tilvikunum átján - og myndbandið bendi til að það sama eigi við nú. Lögregla hér á landi íhuga nú að taka rafbyssur sem þessar í notkun.
Erlent Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira