„Fundum einu sinni 50 borvélar við húsleit“ 15. nóvember 2007 12:28 Tilkynnt var um þrjú innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eitt innbrot á heimili. Um sjöleytið barst lögreglu tilkynning um innbrot í bíl við Grettisgötu. Talsvert af verkfærum var stolið úr bílnum ásamt hljómflutningstækjum. Skömmu síðar barst tilkynning um innbrot í bíl við Grýtubakka. Rúða í bílnum var sennt upp og verkfærum stolið ásamt geisladiskum með Svölu Björgvins og Birgittu Haukdal. Einnig var brotist inn í bíl við Klettháls. Þá var brotist inn á heimili í Lundabrekku í Kópavogi. Þaðan var stolið Playstation 3 tölvu og átta leikjum. Lögreglan segir fremur algengt að verkfærum sé stolið í innbrotum en ástæðan sé ekki sú að þau séu þægilegur gjaldmiðill á fíkniefnamarkaði. "Stundum liggja menn bara á þessum verkfærum vikum saman og ætla síðan að koma þessu í verð seinna," sagði lögreglumaður, á vakt, sem Vísir talaði við. "Ég man eftir því að eitt sinn fundum við 50 borvélar á heimili þar sem við gerðum húsleit," bætti lögreglumaðurinn við. Leikjavísir Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið
Tilkynnt var um þrjú innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eitt innbrot á heimili. Um sjöleytið barst lögreglu tilkynning um innbrot í bíl við Grettisgötu. Talsvert af verkfærum var stolið úr bílnum ásamt hljómflutningstækjum. Skömmu síðar barst tilkynning um innbrot í bíl við Grýtubakka. Rúða í bílnum var sennt upp og verkfærum stolið ásamt geisladiskum með Svölu Björgvins og Birgittu Haukdal. Einnig var brotist inn í bíl við Klettháls. Þá var brotist inn á heimili í Lundabrekku í Kópavogi. Þaðan var stolið Playstation 3 tölvu og átta leikjum. Lögreglan segir fremur algengt að verkfærum sé stolið í innbrotum en ástæðan sé ekki sú að þau séu þægilegur gjaldmiðill á fíkniefnamarkaði. "Stundum liggja menn bara á þessum verkfærum vikum saman og ætla síðan að koma þessu í verð seinna," sagði lögreglumaður, á vakt, sem Vísir talaði við. "Ég man eftir því að eitt sinn fundum við 50 borvélar á heimili þar sem við gerðum húsleit," bætti lögreglumaðurinn við.
Leikjavísir Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið