Storkur Björgólfs 13. nóvember 2007 10:51 Knattspyrnufélagi ríkisins, KR, hefur ekki farnast vel á sparkvellinum á undanförnum árum. Félagið hefur ekki risið undir þeim væntingum eiganda síns - hins opinbera - um að notast við íslenska leikmenn, eins og sérstök lög um félagið gera ráð fyrir. Liðið hefur að mestu notast við erlenda afþreyingarleikmenn - og er árangurinn eftir því, að mestu fálmkenndur raunveruleikafótbolti í bland við aðþrengda varnarmenn. Önnur lið, sem eiga að heita einkarekin, hafa alið upp íslenska leikmenn sem hafa fleytt þeim langleiðina að titlum - og sumum alla leið. Stjórn KR veit sem er að við svo búið má ekki standa. Það er því ekki að undra að stjórnin leiti til auðjöfursins Björgólfs Guðmundssonar til að vinda bráðan bug á þessum vanda. Björgólfur hefur taugar til ríkisliðsins og hefur því tekið vel í málaleitanina. Það hefur því orðið úr að Björgólfur hyggst kaupa helling af íslenskum leikmönnum til að efla sparkmenntina á Íslandi - og munu leikmennirnir allir keppa fyrir hönd KR. Þetta er ekki styrkur Björgólfs til KR - og hér væri við hæfi að endurtaka; þetta er ekki styrkur. Peningar Björgólfs renna enda aldrei til KR, heldur aðeins til leikmannana, sem mega að vísu ekki leika fyrir annað lið en KR, en það breytir ekki því að íslensk knattspyrna eflist fyrir vikið. Til að taka af öll tvímæli í þessum efnum verða leikmennirnir, sem Björgólfur reddar, æfðir og aldir hjá sjálfstæðum félögum - og koma því aldrei inn í hús KR. Þeir sjást bara á vellinum; í rétta búningnum. Það hefur orðið úr að kalla þetta stork Björgólfs. Þar er vísað til þess vandræðagangs viðkvæmra foreldra sem þora ekki að segja börnum sínum hvernig krakkar verða til. Forráðamönnum KR finnst þetta líka þægilegra. Storkur Björgólfs er því við hæfi. Hann kemur bara af himnum ofan, öllum óháður - og er fyrst og fremst ljóðræn og hæfilega óræð mynd. Þar með þarf heldur ekki að ræða það frekar hvernig þetta allt saman kemur til. Niðurstaðan er sterkara Knattspyrnufélag ríkisins, sem rétt eins og hingað til er ekki styrkt af auðjöfrum samtímans - heldur storkinum, þessum eina sanna, sem engum getur verið í nöp við. Önnur félög, þessi einkareknu, þurfa náttúrlega áfram að reiða sig á styrki alls konar skúrka sem misnota félögin sjálfum sér til frama og frægðar. Það er þeim líkt. Storkurinn, já. Ég vona svo bara að þjálfarinn verði ekki rekinn ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Knattspyrnufélagi ríkisins, KR, hefur ekki farnast vel á sparkvellinum á undanförnum árum. Félagið hefur ekki risið undir þeim væntingum eiganda síns - hins opinbera - um að notast við íslenska leikmenn, eins og sérstök lög um félagið gera ráð fyrir. Liðið hefur að mestu notast við erlenda afþreyingarleikmenn - og er árangurinn eftir því, að mestu fálmkenndur raunveruleikafótbolti í bland við aðþrengda varnarmenn. Önnur lið, sem eiga að heita einkarekin, hafa alið upp íslenska leikmenn sem hafa fleytt þeim langleiðina að titlum - og sumum alla leið. Stjórn KR veit sem er að við svo búið má ekki standa. Það er því ekki að undra að stjórnin leiti til auðjöfursins Björgólfs Guðmundssonar til að vinda bráðan bug á þessum vanda. Björgólfur hefur taugar til ríkisliðsins og hefur því tekið vel í málaleitanina. Það hefur því orðið úr að Björgólfur hyggst kaupa helling af íslenskum leikmönnum til að efla sparkmenntina á Íslandi - og munu leikmennirnir allir keppa fyrir hönd KR. Þetta er ekki styrkur Björgólfs til KR - og hér væri við hæfi að endurtaka; þetta er ekki styrkur. Peningar Björgólfs renna enda aldrei til KR, heldur aðeins til leikmannana, sem mega að vísu ekki leika fyrir annað lið en KR, en það breytir ekki því að íslensk knattspyrna eflist fyrir vikið. Til að taka af öll tvímæli í þessum efnum verða leikmennirnir, sem Björgólfur reddar, æfðir og aldir hjá sjálfstæðum félögum - og koma því aldrei inn í hús KR. Þeir sjást bara á vellinum; í rétta búningnum. Það hefur orðið úr að kalla þetta stork Björgólfs. Þar er vísað til þess vandræðagangs viðkvæmra foreldra sem þora ekki að segja börnum sínum hvernig krakkar verða til. Forráðamönnum KR finnst þetta líka þægilegra. Storkur Björgólfs er því við hæfi. Hann kemur bara af himnum ofan, öllum óháður - og er fyrst og fremst ljóðræn og hæfilega óræð mynd. Þar með þarf heldur ekki að ræða það frekar hvernig þetta allt saman kemur til. Niðurstaðan er sterkara Knattspyrnufélag ríkisins, sem rétt eins og hingað til er ekki styrkt af auðjöfrum samtímans - heldur storkinum, þessum eina sanna, sem engum getur verið í nöp við. Önnur félög, þessi einkareknu, þurfa náttúrlega áfram að reiða sig á styrki alls konar skúrka sem misnota félögin sjálfum sér til frama og frægðar. Það er þeim líkt. Storkurinn, já. Ég vona svo bara að þjálfarinn verði ekki rekinn ... -SER.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun