Guðni farinn í prentun 12. nóvember 2007 10:57 Ég horfði á eftir Guðna vini mínum Ágústssyni í prentun fyrir helgi. Þetta verður all mikil bók, einhvers staðar í námunda við 500 blaðsíður. Hún heitir Guðni - af lífi og sál. Ég held að titillinn sé í samræmi við innihaldið þar sem skiptist á sagnfræði, þjóðlífslýsingar, óborganlegar skemmtisögur og stormasöm stjórnmálasaga, vægast sagt. Það hefur verið feiknalega gaman að skrifa þessa bók. Ekki einasta er Guðni sjálfur með eindæmum skemmtilegur og þægilegur maður, heldur og er saga hans merkilega fjörug og átakamikil. En þetta hefur líka verið erfitt, skratti erfitt - enda er Guðni í viðkvæmri stöðu sem formaður Framsóknarflokksins. Ég man ekki til þess að sitjandi formaður flokks hafi áður sent frá sér ævisögu sína. Þetta hefur því verið æði mikið púsl við val og mat á réttu lýsingarorðunum. Þrennt á líklega eftir að vekja mesta athygli. Saga Guðna er í fyrsta lagi mikil þjóðlífslýsing; segir merkilega sögu frá því landsmenn höfðust við undir baðstofusúðunni og lifðu bókstaflega af landinu, við oft á tíðum hörmulegar aðstæður. Lífið á Brúnastöðum um og upp úr miðri síðustu öld er ævintýri líkast. Annars spannar sagan 100 ár, allt frá 1907 að Ágúst faðir Guðna fæðist í skelfilegri fátækt og til okkar velmegunardaga. Og þvílíkt breyting á lífsháttum einnar þjóðar! Í öðru lagi er það stjórnmálasagan sem fléttast inn í líf Guðna. Hún er afskaplega spennandi og ótrúlega litrík. Árin á milli 1970 og 1980 eru lyginni líkust í íslenskri pólitík og áratugurinn þar á eftir er næsta pönkaður. Lýsingar Guðna á mönnum og málefnum þessara tíma eru á köflum magnaðar. Í þriðja lagi - og þar komum við að dínamíti sögunnar - skal nefna uppgjör Guðna við Davíðstímann frá 1991 til 2007. Þar fer sagan heldur betur á flug. Ég man ekki til þess að pólitískur darraðadans þessara ára hafi áður verið tekinn saman í einni og sömu bókinni, altént ekki með innanbúðar-upplýsingum. Innanflokksátökin í Framsóknarflokknum allt þar til Halldór formaður yfirgaf stjórnmálin eru með ólíkindum, að ekki sé minnst á samskiptin við Davíð, forsetann og fleiri stórmenni. Það er sérstakt að vera fluga á vegg í ríkisstjórnarherberginu og græna þingflokksherberginu eins og lesendur bókarinnar munu upplifa við lesturinn á næstu vikum. Það er á stundum kostulegt og þess á milli stórfurðulegt. Þetta hefur verið mikil og skemmtileg vinna, jafnt návígið við Guðna og öll heimildavinnan. Eiginlega samfelldur lúxus fyrir forfallinn fréttamann og áhugamann um stjórnmál og þjóðlíf. Bókin skiptist í 12 kafla; þeir tveir síðustu heita Átakamálin og Úrslitastundin. Það segir nokkuð um innihaldið - og klímaxinn. Ég hlakka til að fara með Guðna um landið og lesa upp úr bókinni. Það er ekki til skemmtilegri samferðamaður. En ég er ekki genginn í flokkinn, hafi einhver haldið það! -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Ég horfði á eftir Guðna vini mínum Ágústssyni í prentun fyrir helgi. Þetta verður all mikil bók, einhvers staðar í námunda við 500 blaðsíður. Hún heitir Guðni - af lífi og sál. Ég held að titillinn sé í samræmi við innihaldið þar sem skiptist á sagnfræði, þjóðlífslýsingar, óborganlegar skemmtisögur og stormasöm stjórnmálasaga, vægast sagt. Það hefur verið feiknalega gaman að skrifa þessa bók. Ekki einasta er Guðni sjálfur með eindæmum skemmtilegur og þægilegur maður, heldur og er saga hans merkilega fjörug og átakamikil. En þetta hefur líka verið erfitt, skratti erfitt - enda er Guðni í viðkvæmri stöðu sem formaður Framsóknarflokksins. Ég man ekki til þess að sitjandi formaður flokks hafi áður sent frá sér ævisögu sína. Þetta hefur því verið æði mikið púsl við val og mat á réttu lýsingarorðunum. Þrennt á líklega eftir að vekja mesta athygli. Saga Guðna er í fyrsta lagi mikil þjóðlífslýsing; segir merkilega sögu frá því landsmenn höfðust við undir baðstofusúðunni og lifðu bókstaflega af landinu, við oft á tíðum hörmulegar aðstæður. Lífið á Brúnastöðum um og upp úr miðri síðustu öld er ævintýri líkast. Annars spannar sagan 100 ár, allt frá 1907 að Ágúst faðir Guðna fæðist í skelfilegri fátækt og til okkar velmegunardaga. Og þvílíkt breyting á lífsháttum einnar þjóðar! Í öðru lagi er það stjórnmálasagan sem fléttast inn í líf Guðna. Hún er afskaplega spennandi og ótrúlega litrík. Árin á milli 1970 og 1980 eru lyginni líkust í íslenskri pólitík og áratugurinn þar á eftir er næsta pönkaður. Lýsingar Guðna á mönnum og málefnum þessara tíma eru á köflum magnaðar. Í þriðja lagi - og þar komum við að dínamíti sögunnar - skal nefna uppgjör Guðna við Davíðstímann frá 1991 til 2007. Þar fer sagan heldur betur á flug. Ég man ekki til þess að pólitískur darraðadans þessara ára hafi áður verið tekinn saman í einni og sömu bókinni, altént ekki með innanbúðar-upplýsingum. Innanflokksátökin í Framsóknarflokknum allt þar til Halldór formaður yfirgaf stjórnmálin eru með ólíkindum, að ekki sé minnst á samskiptin við Davíð, forsetann og fleiri stórmenni. Það er sérstakt að vera fluga á vegg í ríkisstjórnarherberginu og græna þingflokksherberginu eins og lesendur bókarinnar munu upplifa við lesturinn á næstu vikum. Það er á stundum kostulegt og þess á milli stórfurðulegt. Þetta hefur verið mikil og skemmtileg vinna, jafnt návígið við Guðna og öll heimildavinnan. Eiginlega samfelldur lúxus fyrir forfallinn fréttamann og áhugamann um stjórnmál og þjóðlíf. Bókin skiptist í 12 kafla; þeir tveir síðustu heita Átakamálin og Úrslitastundin. Það segir nokkuð um innihaldið - og klímaxinn. Ég hlakka til að fara með Guðna um landið og lesa upp úr bókinni. Það er ekki til skemmtilegri samferðamaður. En ég er ekki genginn í flokkinn, hafi einhver haldið það! -SER.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun