Guddy, ég ætla að setja tvö úr aukaspyrnum 7. nóvember 2007 12:33 Eiður og Ronaldinho eru mestu mátar NordicPhotos/GettyImages Ronaldinho hjá Barcelona lofaði Eiði Smára Guðjohnsen að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum í 3-1 sigri liðsins á Betis á sunnudaginn. Þeim félögum kemur einstaklega vel saman ef marka má grein í spænska blaðinu Mundo Deportivo. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það sem á eftir kom, en Ronaldinho stóð við stóru orðin og skoraði tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnu í umræddum leik. Í Mundo Deportivo er skemmtileg grein um það sem fór á milli þeirra félaga fyrir leikinn gegn Betis. Hér fyrir neðan er ágrip úr greininni sem er dramatísk og skemmtileg. Þar segir að þeir Eiður og Ronaldinho hafi sest niður á hóteli nokkrum tímum fyrir leikinn til að fá sér kaffisopa og þar lét Brasilíumaður spádóma sína á borðið. "Guddy, ég ætla að skora tvö mörk úr aukaspyrnum í dag," sagði Ronaldinho. Hann eyðir miklum tíma með Íslendingnum, sem er félagslyndur, vingjarnlegur og góður félagi að sögn blaðsins. Fyrst var Eiður sagður hafa sett upp undrunarsvip - en skellti svo upp úr og gerði lítið úr spádómshæfileikum félaga síns. Bað hann frekar að skipta um tónlist og vera ekki með þessar "fantasíur." Þegar Ronaldinho skoraði svo síðara mark sitt beint úr aukaspyrnu í leiknum um kvöldið, hneigði Eiður sig fyrir félaga sínum og viðurkenndi galdra hans og spádómshæfileika. Leikrænir tilburðir þess íslenska báru vott af virðingu - en meira væntumþykju. Hann faðmaði félaga sinn eins og björn - fast og með tilfinningu. Sannur vinur Eiður Smári stólaði á stuðning Ronaldinho þegar hann lenti í mótlæti hjá liðinu. Núna er Íslendingurinn búinn að vinna traust Rikjaard þjálfara á ný og hann segir Guðjohnsen vera dæmi um þá fórnfýsi og eljusemi sem er í hóp liðsins. Vandamál "Kúrekans" Ronaldinho er, að framvegis mun Eiður láta reyna meira á spádómsgáfur sínar. Ronaldinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona undanfarið og það má alltaf lesa út úr svip hans. Augu hans missa glampann og ásakanir og gagnrýni fá á hann. En hann er sterkur og kemur alltaf til baka. Hann segist ánægður hjá Barcelona. Blaðamaður spyr Ronaldinho hvort hann setji þá ekki þrennu á móti Rangers í Meistaradeildinni. "Það er naumast pressan sem þú setur á mig," segir Ronaldinho og hlær. Hann yrði ánægður ef Eiður Smári næði að skora þrennu í þeim leik - þá myndi hann endurgjalda honum lotninguna frá því í leiknum gegn Betis. Þetta er lítið smáatriði sem gerir búningsherbergi Barcelona jafn stórt og það er í raun. Byggt á grein Mundo Deportivo Spænski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Ronaldinho hjá Barcelona lofaði Eiði Smára Guðjohnsen að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum í 3-1 sigri liðsins á Betis á sunnudaginn. Þeim félögum kemur einstaklega vel saman ef marka má grein í spænska blaðinu Mundo Deportivo. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það sem á eftir kom, en Ronaldinho stóð við stóru orðin og skoraði tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnu í umræddum leik. Í Mundo Deportivo er skemmtileg grein um það sem fór á milli þeirra félaga fyrir leikinn gegn Betis. Hér fyrir neðan er ágrip úr greininni sem er dramatísk og skemmtileg. Þar segir að þeir Eiður og Ronaldinho hafi sest niður á hóteli nokkrum tímum fyrir leikinn til að fá sér kaffisopa og þar lét Brasilíumaður spádóma sína á borðið. "Guddy, ég ætla að skora tvö mörk úr aukaspyrnum í dag," sagði Ronaldinho. Hann eyðir miklum tíma með Íslendingnum, sem er félagslyndur, vingjarnlegur og góður félagi að sögn blaðsins. Fyrst var Eiður sagður hafa sett upp undrunarsvip - en skellti svo upp úr og gerði lítið úr spádómshæfileikum félaga síns. Bað hann frekar að skipta um tónlist og vera ekki með þessar "fantasíur." Þegar Ronaldinho skoraði svo síðara mark sitt beint úr aukaspyrnu í leiknum um kvöldið, hneigði Eiður sig fyrir félaga sínum og viðurkenndi galdra hans og spádómshæfileika. Leikrænir tilburðir þess íslenska báru vott af virðingu - en meira væntumþykju. Hann faðmaði félaga sinn eins og björn - fast og með tilfinningu. Sannur vinur Eiður Smári stólaði á stuðning Ronaldinho þegar hann lenti í mótlæti hjá liðinu. Núna er Íslendingurinn búinn að vinna traust Rikjaard þjálfara á ný og hann segir Guðjohnsen vera dæmi um þá fórnfýsi og eljusemi sem er í hóp liðsins. Vandamál "Kúrekans" Ronaldinho er, að framvegis mun Eiður láta reyna meira á spádómsgáfur sínar. Ronaldinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona undanfarið og það má alltaf lesa út úr svip hans. Augu hans missa glampann og ásakanir og gagnrýni fá á hann. En hann er sterkur og kemur alltaf til baka. Hann segist ánægður hjá Barcelona. Blaðamaður spyr Ronaldinho hvort hann setji þá ekki þrennu á móti Rangers í Meistaradeildinni. "Það er naumast pressan sem þú setur á mig," segir Ronaldinho og hlær. Hann yrði ánægður ef Eiður Smári næði að skora þrennu í þeim leik - þá myndi hann endurgjalda honum lotninguna frá því í leiknum gegn Betis. Þetta er lítið smáatriði sem gerir búningsherbergi Barcelona jafn stórt og það er í raun. Byggt á grein Mundo Deportivo
Spænski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira