Veigar með stórleik og Stabæk fékk silfrið - Start féll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2007 18:43 Veigar Páll skoraði tvívegis í dag. Nordic Photos / Getty Images Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö og lagði upp önnur tvö er Stabæk vann Strömsgodset, 5-0, og tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar. Start, lið Jóhannesar Harðarsonar, féll í 1. deildina eftir 4-1 tap fyrir Lyn. Veigar skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og lagði svo annað mark liðsins upp fyrir Daniel Nannskog átta mínútum síðar. Veigar Páll skoraði svo fjórða mark liðsins úr vítaspyrnu á 77. mínútu og lagði svo upp fimmta markið en Jon Inge Hoiland skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Veigars úr aukaspyrnu. Veigar fékk svo gullið tækifæri til að skora þrennu er hann fékk gott skotfæri undir lok leiksins. Skotið var hins vegar rétt framhjá. Þetta var lokaumferð tímabilsins í Noregi en Brann var þegar búið að tryggja sér titilinn. Stabæk náði öðru sætinu með 48 stig og var sex stigum á eftir Brann sem tapaði, 3-0, fyrir Tromsö á útivelli í dag. Ólafur Örn Bjarnason var í byrjunarliði Brann en Kristján Örn Sigurðsson var hvíldur. Hann kom að vísu inn á sem varamaður á 72. mínútu. Ármann Smári Björnsson var einnig í byrjunarliði Brann og lék allan leikinn. Viking lenti í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Vålerenga. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Vålerenga en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á bekknum og kom inn á 68. mínútu. Hjá Viking var Hannes Þ. Sigurðsson á bekknum og lék síðustu ellefu mínútur leiksins. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Viking. Indriði Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Lyn sem vann 4-1 sigur á Start. Jóhannes Þór Harðarson var ekki í leikmannahópi Start sem féll um deild í dag þar sem Odd Grenland vann 2-0 sigur á Fredrikstad. Garðar Jóhannsson kom inn á í hálfleik í liði Fredrikstad. Odd Grenland mætir nú þriðja efsta liðinu úr norsku 1. deildinni í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hitt liðið sem féll var Sandefjord en það gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í kveðjuleik sínum í dag. Viktor Bjarki Arnarsson sat allan tímann á bekknum í dag og fékk því ekkert að spreyta sig á tímabilinu hjá Lilleström. Guðmundur Pétursson kom heldur ekki við sögu og var hann allan tímann á bekknum hjá Sandefjord. Þá vann Rosenborg 2-1 sigur á Álasundi. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund. Lokastaðan í deildinni: 1. Brann 54 stig 2. Stabæk 48 3. Viking 47 4. Lilleström 44 5. Rosenborg 41 6. Tromsö 40 7. Vålerenga 36 8. Fredrikstad 36 9. Lyn 34 10. Strömsgodset 30 11. Álasund 30 12. Odd Grenland 27 13. Start 26 14. Sandefjord 16 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö og lagði upp önnur tvö er Stabæk vann Strömsgodset, 5-0, og tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar. Start, lið Jóhannesar Harðarsonar, féll í 1. deildina eftir 4-1 tap fyrir Lyn. Veigar skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og lagði svo annað mark liðsins upp fyrir Daniel Nannskog átta mínútum síðar. Veigar Páll skoraði svo fjórða mark liðsins úr vítaspyrnu á 77. mínútu og lagði svo upp fimmta markið en Jon Inge Hoiland skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Veigars úr aukaspyrnu. Veigar fékk svo gullið tækifæri til að skora þrennu er hann fékk gott skotfæri undir lok leiksins. Skotið var hins vegar rétt framhjá. Þetta var lokaumferð tímabilsins í Noregi en Brann var þegar búið að tryggja sér titilinn. Stabæk náði öðru sætinu með 48 stig og var sex stigum á eftir Brann sem tapaði, 3-0, fyrir Tromsö á útivelli í dag. Ólafur Örn Bjarnason var í byrjunarliði Brann en Kristján Örn Sigurðsson var hvíldur. Hann kom að vísu inn á sem varamaður á 72. mínútu. Ármann Smári Björnsson var einnig í byrjunarliði Brann og lék allan leikinn. Viking lenti í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Vålerenga. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Vålerenga en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á bekknum og kom inn á 68. mínútu. Hjá Viking var Hannes Þ. Sigurðsson á bekknum og lék síðustu ellefu mínútur leiksins. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Viking. Indriði Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Lyn sem vann 4-1 sigur á Start. Jóhannes Þór Harðarson var ekki í leikmannahópi Start sem féll um deild í dag þar sem Odd Grenland vann 2-0 sigur á Fredrikstad. Garðar Jóhannsson kom inn á í hálfleik í liði Fredrikstad. Odd Grenland mætir nú þriðja efsta liðinu úr norsku 1. deildinni í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hitt liðið sem féll var Sandefjord en það gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í kveðjuleik sínum í dag. Viktor Bjarki Arnarsson sat allan tímann á bekknum í dag og fékk því ekkert að spreyta sig á tímabilinu hjá Lilleström. Guðmundur Pétursson kom heldur ekki við sögu og var hann allan tímann á bekknum hjá Sandefjord. Þá vann Rosenborg 2-1 sigur á Álasundi. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund. Lokastaðan í deildinni: 1. Brann 54 stig 2. Stabæk 48 3. Viking 47 4. Lilleström 44 5. Rosenborg 41 6. Tromsö 40 7. Vålerenga 36 8. Fredrikstad 36 9. Lyn 34 10. Strömsgodset 30 11. Álasund 30 12. Odd Grenland 27 13. Start 26 14. Sandefjord 16
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira