Fjárfestar bíða ákvörðunar bandaríska seðlabankans 30. október 2007 20:34 Hlutabréf fóru niður á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar bíða vaxtaákvörðunar bandaríska seðlabankans sem verður tilkynnt á morgun. Mynd/AP Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag. Undir lok síðasta mánaðar reiknuðu flestir með jafn mikilli lækkun og reiknað er með að líti dagsins ljós á morgun. Bankastjórnin kom hins vegar flestum á óvart og lækkaði vextina um hálft prósentustig, 25 punktum meira en flestir höfðu spáð. Fjármálaskýrendur hafa reynt að rýna í rit og ræður bankastjórnar seðlabankans upp á síðkastið til að geta til um ákvörðunina sem verður kunngjörð á morgun. Talið er að vísbendingar séu uppi um áframhaldandi þrengingar á fasteignamarkaði sem getið dregið úr hagvexti þótt það þýði ekki að samdráttarskeið sé yfirvofandi vestanhafs, að sögn Associated Press. Aðrir benda hins vegar á að lækkun vaxta bjóði hættunni heim. Þannig geti gengi bandaríkjadals lækkað enn frekar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og einkaneysla aukist sem geti leitt til aukinnar verðbólgu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,56 prósent í dag og stendur vísitalan í 13.792,47 stigum. Nasdaq-vísitalan hækkaði hins vegar einungis um 0,03 prósent og stendur hún í 2.816,71 stigi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag. Undir lok síðasta mánaðar reiknuðu flestir með jafn mikilli lækkun og reiknað er með að líti dagsins ljós á morgun. Bankastjórnin kom hins vegar flestum á óvart og lækkaði vextina um hálft prósentustig, 25 punktum meira en flestir höfðu spáð. Fjármálaskýrendur hafa reynt að rýna í rit og ræður bankastjórnar seðlabankans upp á síðkastið til að geta til um ákvörðunina sem verður kunngjörð á morgun. Talið er að vísbendingar séu uppi um áframhaldandi þrengingar á fasteignamarkaði sem getið dregið úr hagvexti þótt það þýði ekki að samdráttarskeið sé yfirvofandi vestanhafs, að sögn Associated Press. Aðrir benda hins vegar á að lækkun vaxta bjóði hættunni heim. Þannig geti gengi bandaríkjadals lækkað enn frekar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og einkaneysla aukist sem geti leitt til aukinnar verðbólgu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,56 prósent í dag og stendur vísitalan í 13.792,47 stigum. Nasdaq-vísitalan hækkaði hins vegar einungis um 0,03 prósent og stendur hún í 2.816,71 stigi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira