Fyrsta farþegaflug ofurþotu Guðjón Helgason skrifar 25. október 2007 12:59 Stærsta farþegaþota í heimi, Airbus A380, lenti í Sydney í Ástralíu í morgun eftir sögulegt flug frá Singapúr. Ekki mátti það seinna vera því framleiðslan hefur tafist um tvö ár og kostað marga starfsmenn Airbus vinnuna. Þetta var fyrsta farþegaflug þessarar nýju ofurþotu. Airbus A380 er tveggja hæða og með fjóra hreyfla. Gólfpláss í henni er helmingi meira en í stærstu vélum sem hingað til hafa verið í notkun. Farþegar í þotum af þessari gerð geta flestir verið 555 sé henni skipt í þrjú farrými en rúmlega 200 fleiri ef farrýmið er aðeins eitt. Krá og fríhöfn eru meðal þess sem boðið er upp á í þotum sem þessum. Þotunni var flogið af stað frá Síngapúr skömmu eftir miðnætti að íslenksum tíma og hún lenti á áttunda tímanum í Sydney í Ástralíu. 455 farþegar voru um borð. Flugmiðinn var dýr og höfðu sumir borgað mörg hundruð þúsund krónur til að fá að fara með í þetta sögulega flug. Sumir keyptu miða á alþjóðlega uppboðsvefnum eBay og ágóðinn af þeirri sölu fór til góðgerðarmála. 30 manna áhöfn var um borð í þotunni - þar á meðal 4 flugmenn. Framleiðsla A380 þotunnar hefur verið höfuðverkur fyrir evrópska flugvélaframleiðandann Airbus. Flugfélagið Singapore Airlines fékk fyrstu ofurþotuna afhenta fimmtánda þessa mánaðar - nærri tveimur árum á eftir áætlun. Framleiðslan hefur farið margar milljónir bandaríkjadala fram úr áætlun og fyrirtækið þegar þurft að fækka starfsfólki til að mæta því. Næstu fjögur árin verður tíu þúsund manns sagt upp. Erlent Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Stærsta farþegaþota í heimi, Airbus A380, lenti í Sydney í Ástralíu í morgun eftir sögulegt flug frá Singapúr. Ekki mátti það seinna vera því framleiðslan hefur tafist um tvö ár og kostað marga starfsmenn Airbus vinnuna. Þetta var fyrsta farþegaflug þessarar nýju ofurþotu. Airbus A380 er tveggja hæða og með fjóra hreyfla. Gólfpláss í henni er helmingi meira en í stærstu vélum sem hingað til hafa verið í notkun. Farþegar í þotum af þessari gerð geta flestir verið 555 sé henni skipt í þrjú farrými en rúmlega 200 fleiri ef farrýmið er aðeins eitt. Krá og fríhöfn eru meðal þess sem boðið er upp á í þotum sem þessum. Þotunni var flogið af stað frá Síngapúr skömmu eftir miðnætti að íslenksum tíma og hún lenti á áttunda tímanum í Sydney í Ástralíu. 455 farþegar voru um borð. Flugmiðinn var dýr og höfðu sumir borgað mörg hundruð þúsund krónur til að fá að fara með í þetta sögulega flug. Sumir keyptu miða á alþjóðlega uppboðsvefnum eBay og ágóðinn af þeirri sölu fór til góðgerðarmála. 30 manna áhöfn var um borð í þotunni - þar á meðal 4 flugmenn. Framleiðsla A380 þotunnar hefur verið höfuðverkur fyrir evrópska flugvélaframleiðandann Airbus. Flugfélagið Singapore Airlines fékk fyrstu ofurþotuna afhenta fimmtánda þessa mánaðar - nærri tveimur árum á eftir áætlun. Framleiðslan hefur farið margar milljónir bandaríkjadala fram úr áætlun og fyrirtækið þegar þurft að fækka starfsfólki til að mæta því. Næstu fjögur árin verður tíu þúsund manns sagt upp.
Erlent Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira