Eiður fékk loksins tækifæri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2007 17:57 Leikmenn Villarreal fagna einu marka sinna í dag Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen kom í fyrsta sinn á tímabilinu við sögu hjá Barcelona. Hann kom inn á sem varamaður þegar Barcelona tapaði fyrir Villarreal, 3-1. Cazorla skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Villarreal á 2. mínútu. Marcos Senna bætti öðru við úr vítaspyrnu á 14. mínútu en hinn ungi Bojan Krkic minnkaði muninn fyrir Börsunga tíu mínútum síðar. Marcos Senna skoraði öðru sinni úr víti á 35. mínútu og þrátt fyrir að Rijkaard hafi teflt fram afar sókndjörfu liði í seinni hálfleik tókst Börsungum ekki að minnka muninn frekar. Krkic var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona og skoraði sitt fyrsta mark með aðalliðinu. Hann er ekki nema sautján ára gamall. Krkic fékk tækifærið í fjarveru Ronaldinho sam missti af undirbúningi Börsunga fyrir leikinn þar sem hann var að spila með Brasilíu í undankeppni HM 2010 í vikunni. Í seinni hálfleik skipti Rijkaard út bakverðinum Oleguer fyrir annan ungan sóknarmann, Giovani dos Santos. Þetta var á 47. mínútu og Eiður Smári kom svo inn á fyrir Deco á 71. mínútu. Þar með var Barcelona með fimm framherja inn á vellinum því þeir Thierry Henry og Lionel Messi voru á sínum stað í byrjunarliðinu. Bojan var reyndar síðar tekinn af velli og Sylvinho kom inn í hans stað. Sevilla vann 2-0 sigur á Levante en Luis Fabiano skoraði bæði mörk Sevilla á fyrsta stundarfjórðungnum. Sevilla er í fimmtánda sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. Villarreal komst hins vegar í annað sæti deildarinnar með sigrinum á Börsungum og Valencia fylgir fast á hæla liðsins í þriðja sæti. Bæði lið eru með átján stig. Valencia vann 4-2 sigur á Deportivo. Joaquin kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu og Baraja bætti um betur sex mínútum síðar. Xisco minnkaði muninn á 29. mínútu en Fernando Morientes bætti við þriðja markinu á 38. mínútu. Hann skoraði svo aftur í síðari hálfleik og breytti stöðunni í 4-1. Bodipo skoraði annað mark Deportivo tíu mínútum fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Undir lok leiksins fékk svo Ivan Helguera varnarmaður Villarreal að líta gula spjaldið tvívegis á sömu mínútunni og þar með rautt. Spænski boltinn Tengdar fréttir Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | HK mætir Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom í fyrsta sinn á tímabilinu við sögu hjá Barcelona. Hann kom inn á sem varamaður þegar Barcelona tapaði fyrir Villarreal, 3-1. Cazorla skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Villarreal á 2. mínútu. Marcos Senna bætti öðru við úr vítaspyrnu á 14. mínútu en hinn ungi Bojan Krkic minnkaði muninn fyrir Börsunga tíu mínútum síðar. Marcos Senna skoraði öðru sinni úr víti á 35. mínútu og þrátt fyrir að Rijkaard hafi teflt fram afar sókndjörfu liði í seinni hálfleik tókst Börsungum ekki að minnka muninn frekar. Krkic var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona og skoraði sitt fyrsta mark með aðalliðinu. Hann er ekki nema sautján ára gamall. Krkic fékk tækifærið í fjarveru Ronaldinho sam missti af undirbúningi Börsunga fyrir leikinn þar sem hann var að spila með Brasilíu í undankeppni HM 2010 í vikunni. Í seinni hálfleik skipti Rijkaard út bakverðinum Oleguer fyrir annan ungan sóknarmann, Giovani dos Santos. Þetta var á 47. mínútu og Eiður Smári kom svo inn á fyrir Deco á 71. mínútu. Þar með var Barcelona með fimm framherja inn á vellinum því þeir Thierry Henry og Lionel Messi voru á sínum stað í byrjunarliðinu. Bojan var reyndar síðar tekinn af velli og Sylvinho kom inn í hans stað. Sevilla vann 2-0 sigur á Levante en Luis Fabiano skoraði bæði mörk Sevilla á fyrsta stundarfjórðungnum. Sevilla er í fimmtánda sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. Villarreal komst hins vegar í annað sæti deildarinnar með sigrinum á Börsungum og Valencia fylgir fast á hæla liðsins í þriðja sæti. Bæði lið eru með átján stig. Valencia vann 4-2 sigur á Deportivo. Joaquin kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu og Baraja bætti um betur sex mínútum síðar. Xisco minnkaði muninn á 29. mínútu en Fernando Morientes bætti við þriðja markinu á 38. mínútu. Hann skoraði svo aftur í síðari hálfleik og breytti stöðunni í 4-1. Bodipo skoraði annað mark Deportivo tíu mínútum fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Undir lok leiksins fékk svo Ivan Helguera varnarmaður Villarreal að líta gula spjaldið tvívegis á sömu mínútunni og þar með rautt.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | HK mætir Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15