Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum 17. október 2007 16:15 Bojan heldur hér á verðlaunagripnum sem Spánverjar fengu í Belgíu í sumar. Nordic Photos / AFP Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. Á sex mánaða tímabili tókst þessum unga Spánverja að skora ellefu mörk í fjórtán leikjum með bæði U-17 og U-21 landsliðum Spánar. Það er afrek sem aðeins þeim allra bestu tekst að ná. Hann er þegar byrjaður að fá tækifærið í aðalliði Barcelona og hefur landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen meðal annarra fengið að kenna á því. Á þessu ári hefur hann tekið þátt í Evrópu- og heimsmeistaramóti U-17 landsliða sem og Evrópumeistaramóti U-21 landsliða. Ísland tók þátt í úrslitakeppni Evrópumóts U-17 liða í Belgíu en þar fögnuðu Krkic og félagar sigri eftir að hafa unnið Englendinga í úrslitaleik. Þar skoraði Krkic fjögur mörk í sjö leikjum, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleiknum. Í heimsmeistarakeppninni skoraði hann sex mörk í fimm leikjum en missti þó af sjálfum úrslitaleiknum. Hann skoraði tvö mörk gegn Hondúras og Suður-Kóreu og sigurmarkið í undanúrslitaleiknum gegn Gana. Hann tók út leikbann í úrslitaleiknum gegn Nígeríu og töpuðu Spánverjar leiknum í vítaspyrnukeppni. Á föstudaginn lék hann í annað skiptið með U-21 liði Spánverja þegar liðið lék gegn Póllandi. Hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum með aðalliði Barcelona á leiktíðinni en ekki tekist enn að skora. „Það liggur ekkert á,“ sagði hann. „Ég er enn að læra og vil nýta hverja einustu mínútu sem þjálfarinn leyfir mér að spila. Ég verð að laga mig að atvinnumennskunni. Allir hafa hjálpað mér mikið, Henry, Eto'o og allir hinir.“ Hann var ekki nema níu ára gamall þegar hann gekk í raðir Börsunga í fyrsta sinn. Faðir hans og alnafni spilaði áður með Rauðu stjörnunni í Belgrad en hann flutti til Spánar og kvæntist spænskri konu. Hann hóf síðan störf fyrir Barcelona árið 1997 og sonurinn hóf æfingar með liðinu tveimur árum síðar. Með unglingaliðum Barcelona skoraði Bojan yngri 960 mörk á sjö árum. Hann braut öll markamet hjá félaginu. Hann vakti fyrst alþjóða eftirtekt á úrslitakeppni Evrópumóts U-17 landsliða í Lúxemborg í fyrra er hann varð markahæsti leikmaður keppninnar. Spánn lenti þá í þriðja sæti en vann ári síðar eins og áður hefur komið fram. Spænski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. Á sex mánaða tímabili tókst þessum unga Spánverja að skora ellefu mörk í fjórtán leikjum með bæði U-17 og U-21 landsliðum Spánar. Það er afrek sem aðeins þeim allra bestu tekst að ná. Hann er þegar byrjaður að fá tækifærið í aðalliði Barcelona og hefur landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen meðal annarra fengið að kenna á því. Á þessu ári hefur hann tekið þátt í Evrópu- og heimsmeistaramóti U-17 landsliða sem og Evrópumeistaramóti U-21 landsliða. Ísland tók þátt í úrslitakeppni Evrópumóts U-17 liða í Belgíu en þar fögnuðu Krkic og félagar sigri eftir að hafa unnið Englendinga í úrslitaleik. Þar skoraði Krkic fjögur mörk í sjö leikjum, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleiknum. Í heimsmeistarakeppninni skoraði hann sex mörk í fimm leikjum en missti þó af sjálfum úrslitaleiknum. Hann skoraði tvö mörk gegn Hondúras og Suður-Kóreu og sigurmarkið í undanúrslitaleiknum gegn Gana. Hann tók út leikbann í úrslitaleiknum gegn Nígeríu og töpuðu Spánverjar leiknum í vítaspyrnukeppni. Á föstudaginn lék hann í annað skiptið með U-21 liði Spánverja þegar liðið lék gegn Póllandi. Hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum með aðalliði Barcelona á leiktíðinni en ekki tekist enn að skora. „Það liggur ekkert á,“ sagði hann. „Ég er enn að læra og vil nýta hverja einustu mínútu sem þjálfarinn leyfir mér að spila. Ég verð að laga mig að atvinnumennskunni. Allir hafa hjálpað mér mikið, Henry, Eto'o og allir hinir.“ Hann var ekki nema níu ára gamall þegar hann gekk í raðir Börsunga í fyrsta sinn. Faðir hans og alnafni spilaði áður með Rauðu stjörnunni í Belgrad en hann flutti til Spánar og kvæntist spænskri konu. Hann hóf síðan störf fyrir Barcelona árið 1997 og sonurinn hóf æfingar með liðinu tveimur árum síðar. Með unglingaliðum Barcelona skoraði Bojan yngri 960 mörk á sjö árum. Hann braut öll markamet hjá félaginu. Hann vakti fyrst alþjóða eftirtekt á úrslitakeppni Evrópumóts U-17 landsliða í Lúxemborg í fyrra er hann varð markahæsti leikmaður keppninnar. Spánn lenti þá í þriðja sæti en vann ári síðar eins og áður hefur komið fram.
Spænski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira