Vilja ekki að Dalai Lama fái orðu Guðjón Helgason skrifar 16. október 2007 13:52 Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt. Á meðan þing kínverska kommúnistaflokksins stendur nú sem hæst - en það er haldið á fimm ára fresti - blandar Dalai Lama geði við áhrifamenn í Washington. Trúarleiðtoginn aldni flúði frá Tíbet í Himalaya-fjöllum árið 1959, eftir misheppnaða uppreisn gegn kínverskum yfirráðum, og meira en hundrað og tuttugu þúsund flóttamenn fylgdu honum til Indlands. Kínverjar segja hann pólitískan útlaga sem vilji kljúfa Tíbet frá Kína. Dalai Lama fékk friaðrverðlaun Nóbels árið 1989 og á morgun fær hann gullorða bandaríska þingsins, en það er æðsta borgaralega viðurkenning landsins. Kínverjar eru sármóðgaðir og segja þarna verið að hlutast til um innanríkismál Kína. Ráðamenn í Peking vilja að orðuveitingin fari ekki fram og að fundi trúarleiðtogans með George Bush, Bandaríkjaforseta, í Hvíta húisinu í dag verði þegar aflýst. Bandaríkjaforseti ætlar að vera viðstaddur orðuveitinguna og verður það þá í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkjanna kemur fram opinberlega með Dalai Lama. Dalai Lama virðist auðfúsugestur nærri hvar sem er í heiminum og í hvert sinn sem hann stígur fæti niðru utan Tíbet rísa Kínverjar upp og fordæma gestrisni í hans garð. Í síðasta mánuði átti hann fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og mótmæltu ráðamenn í Peking því harðlega. Fyrr á þessu ári fékk hann heiðurborgararétt í Kanada og því var einnig afar illa tekið. Erlent Fréttir Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt. Á meðan þing kínverska kommúnistaflokksins stendur nú sem hæst - en það er haldið á fimm ára fresti - blandar Dalai Lama geði við áhrifamenn í Washington. Trúarleiðtoginn aldni flúði frá Tíbet í Himalaya-fjöllum árið 1959, eftir misheppnaða uppreisn gegn kínverskum yfirráðum, og meira en hundrað og tuttugu þúsund flóttamenn fylgdu honum til Indlands. Kínverjar segja hann pólitískan útlaga sem vilji kljúfa Tíbet frá Kína. Dalai Lama fékk friaðrverðlaun Nóbels árið 1989 og á morgun fær hann gullorða bandaríska þingsins, en það er æðsta borgaralega viðurkenning landsins. Kínverjar eru sármóðgaðir og segja þarna verið að hlutast til um innanríkismál Kína. Ráðamenn í Peking vilja að orðuveitingin fari ekki fram og að fundi trúarleiðtogans með George Bush, Bandaríkjaforseta, í Hvíta húisinu í dag verði þegar aflýst. Bandaríkjaforseti ætlar að vera viðstaddur orðuveitinguna og verður það þá í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkjanna kemur fram opinberlega með Dalai Lama. Dalai Lama virðist auðfúsugestur nærri hvar sem er í heiminum og í hvert sinn sem hann stígur fæti niðru utan Tíbet rísa Kínverjar upp og fordæma gestrisni í hans garð. Í síðasta mánuði átti hann fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og mótmæltu ráðamenn í Peking því harðlega. Fyrr á þessu ári fékk hann heiðurborgararétt í Kanada og því var einnig afar illa tekið.
Erlent Fréttir Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna