Vísir kom Marel í vanda í Molde Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2007 21:53 Marel Jóhann Baldvinsson, leikmaður Molde. Mynd/Hörður Viðtal Fréttablaðsins við Marel Baldvinsson sem birtist hér á Vísi hefur valdið miklu fjaðrafoki í Noregi og þá sérstaklega Molde. Í viðtalinu segir Marel, sem er leikmaður Molde í norsku 1. deildinni, að Molde sé draugabær og að hann myndi taka fyrstu flugvél heim gæfist honum tækifæri til þess. Norskir fjölmiðlar tóku málið upp og í dag birti eitt stærsta dagblað Noregs, Verdens Gang, heilsíðuumfjöllun um málið. Fjöldamargir netmiðlar í Noregi hafa fylgt málinu eftir og vísað í fréttina sem birtist hér á Vísi. „Þetta er búið að setja allt í háaloft," sagði Marel við Vísi. Hann hefur gert lítið úr ummælum sínum við Fréttablaðið í norskum fjölmiðlum. Þjálfari Molde hefur einnig rætt við Marel um málið og sagt að málinu væri lokið af hans hálfu. „Þjálfarinn sagði að ég væri fagmaður þegar kæmi að fótboltanum en fjölmiðlar hafa reyndar gert allt of mikið úr þessu. Það er búið að blása þetta upp margfalt verra en þetta er." Hann neitar því ekki að honum líkar lífið ekkert sérstaklega vel í Molde. „Það hefur þó ekkert að gera með neina persónu hér. Auðvitað langar mig að spila fótbolta með liðinu, sérstaklega þegar það er komið í úrvalsdeildina, en ef fjölskyldu manns líður illa hérna gerir það manni óneitanlega erfitt fyrir." Fótbolti.net birti frétt um málið í gær og sagði í fréttinni að Marel væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta. „Það er algjör della," sagði Marel. „Þeir þýddu greinilega upp úr staðarblaðinu hér og gerðu það svona vitlaust. Í blaðinu stóð að einhverjir stuðningsmenn ætluðu hugsanlega að grípa til einhverra aðgerða gegn mér í næsta heimaleik og spurðu mig hvort mig kvíddi eitthvað fyrir því. Ég sagði að ég myndi ekki kvíða fyrir því að spila fótbolta. En fótbolti.net þýddi þetta sem svo að ég væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta sem er auðvitað algjör fásinna." Marel hefur þó fengið þau skilaboð að félagið vilji halda honum út samningstímann sem nær út næsta tímabil. „Við verðum bara að sjá hvað verður," sagði Marel. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45 Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Sjá meira
Viðtal Fréttablaðsins við Marel Baldvinsson sem birtist hér á Vísi hefur valdið miklu fjaðrafoki í Noregi og þá sérstaklega Molde. Í viðtalinu segir Marel, sem er leikmaður Molde í norsku 1. deildinni, að Molde sé draugabær og að hann myndi taka fyrstu flugvél heim gæfist honum tækifæri til þess. Norskir fjölmiðlar tóku málið upp og í dag birti eitt stærsta dagblað Noregs, Verdens Gang, heilsíðuumfjöllun um málið. Fjöldamargir netmiðlar í Noregi hafa fylgt málinu eftir og vísað í fréttina sem birtist hér á Vísi. „Þetta er búið að setja allt í háaloft," sagði Marel við Vísi. Hann hefur gert lítið úr ummælum sínum við Fréttablaðið í norskum fjölmiðlum. Þjálfari Molde hefur einnig rætt við Marel um málið og sagt að málinu væri lokið af hans hálfu. „Þjálfarinn sagði að ég væri fagmaður þegar kæmi að fótboltanum en fjölmiðlar hafa reyndar gert allt of mikið úr þessu. Það er búið að blása þetta upp margfalt verra en þetta er." Hann neitar því ekki að honum líkar lífið ekkert sérstaklega vel í Molde. „Það hefur þó ekkert að gera með neina persónu hér. Auðvitað langar mig að spila fótbolta með liðinu, sérstaklega þegar það er komið í úrvalsdeildina, en ef fjölskyldu manns líður illa hérna gerir það manni óneitanlega erfitt fyrir." Fótbolti.net birti frétt um málið í gær og sagði í fréttinni að Marel væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta. „Það er algjör della," sagði Marel. „Þeir þýddu greinilega upp úr staðarblaðinu hér og gerðu það svona vitlaust. Í blaðinu stóð að einhverjir stuðningsmenn ætluðu hugsanlega að grípa til einhverra aðgerða gegn mér í næsta heimaleik og spurðu mig hvort mig kvíddi eitthvað fyrir því. Ég sagði að ég myndi ekki kvíða fyrir því að spila fótbolta. En fótbolti.net þýddi þetta sem svo að ég væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta sem er auðvitað algjör fásinna." Marel hefur þó fengið þau skilaboð að félagið vilji halda honum út samningstímann sem nær út næsta tímabil. „Við verðum bara að sjá hvað verður," sagði Marel.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45 Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Sjá meira
Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45
Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn