Komuhlið græðginnar 10. október 2007 11:51 Ég var að koma frá útlöndum um daginn og gekk niður stigann í Leifsstöð til að vitja farangurs míns. Þar er manni þröngvað í gegnum brennivíns- og ilmvatnsverslun ríkisins. Sælgætið vellur upp úr hillugrindunum allt í kring. Ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem tekur svona á móti flugfarþegum; stýrir þeim inn í verslun á leiðinni að töskubrettinu. Það er eitthvað verulega kjánalegt við þetta. Auðvitað halda vel flestir útlendingar sem lenda í þessari gildru á leið sinni til landsins að þeir séu orðnir gapandi áttavilltir í flugstöðinni. Skárra með Íslendingana. Þeir eru aldir upp við þann viðauka trúarjátningarinnar að kaupa skuli fyrir minnst tíu þúsund á sérhverri leið gegn fríhöfnina. Þeir eru vanir að láta ríkið segja sér fyrir verkum; hvenær og hvað þeir skuli kaupa, á hvaða verði og hvaða styrkleika. En fyrir útlendinga? Þessi þröngvun - að svo gott sem verða að versla sér leið inn í landið. Hún er náttúrlega ekkert annað en efnisleg nauðgun. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun
Ég var að koma frá útlöndum um daginn og gekk niður stigann í Leifsstöð til að vitja farangurs míns. Þar er manni þröngvað í gegnum brennivíns- og ilmvatnsverslun ríkisins. Sælgætið vellur upp úr hillugrindunum allt í kring. Ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem tekur svona á móti flugfarþegum; stýrir þeim inn í verslun á leiðinni að töskubrettinu. Það er eitthvað verulega kjánalegt við þetta. Auðvitað halda vel flestir útlendingar sem lenda í þessari gildru á leið sinni til landsins að þeir séu orðnir gapandi áttavilltir í flugstöðinni. Skárra með Íslendingana. Þeir eru aldir upp við þann viðauka trúarjátningarinnar að kaupa skuli fyrir minnst tíu þúsund á sérhverri leið gegn fríhöfnina. Þeir eru vanir að láta ríkið segja sér fyrir verkum; hvenær og hvað þeir skuli kaupa, á hvaða verði og hvaða styrkleika. En fyrir útlendinga? Þessi þröngvun - að svo gott sem verða að versla sér leið inn í landið. Hún er náttúrlega ekkert annað en efnisleg nauðgun. -SER.