Mannamál hefur göngu sína 9. október 2007 12:00 Ég er að byrja með nýjan samtalsþátt á sunnudagskvöldum á Stöð 2 í vetur. Ég hef valið honum nafnið Mannamál. Samhliða stjórn þáttarins mun ég blogga um efni hans og annað það sem mér dettut til hugar hverju sinni. Líkast til verður þar eitthvað um pólitík og þjóðmál. Ég hef aldrei bloggað áður, er reyndar fram úr hófi klaufskur í tæknimálum og notast enn við tvo vísifingur þegar ég hamra skrifelsið mitt á tölvuborðið. Það hefur samt dugað mér í hartnær 30 ár í fjölmiðlum, fyrst og Vísi gamla - og nú er ég sumsé kominn aftur á visi með þessa tvo fingur mína. Undirbúningur samtalsþáttarins hefur staðið yfir síðustu vikur undir öruggri stjórn Elínar Sveinsdóttur framleiðslustjóra sem er svolítið heimilislegt þar eð hún er spúsa mín og margföld barnsmóðir. Ella hefur fengið til liðs við sig magnað þríeyki fagmanna sem hver á sínu sviði hafa hannað útlit þáttarins; þeir Stígur Steinþórsson sem á að baki árafjöld í leiktjaldagerð, Leó Löwe sem er með allra bestu grafíkmönnum landsins og Barða Jóhannsson í Bang Gang sem er höfuðsnillingur í stefjagerð. Það er auðvitað ekkert annað en forréttindi að vinna með svona fagfólki á hverjum pósti. Vitaskuld skiptir innihald þáttarins öllu máli. Ég skipti honum í fimm hluta. Aðalviðtalið ber hæst og það verða engir léttvigtarmenn í stólunum gegnt mér í fyrsta þættinum. Ég segi ykkar síðar hverjir það verða. Í öðrum hluta þáttarins hyggst ég brjóta helstu þjóðmál líðandi stundar til mergjar með aðstoð tveggja sérfræðinga - og þriðja viðtalið tengist svo alla jafna dægurmálunum hverju sinni. Ég er afskaplega stoltur af því að hafa fengið vini mína og ritsnillangana Einar Má Guðmundsson og Einar Kárason til að stíga á stokk í hverjum þætti en þeir munu greina þjóðarsálina eins og hún birtist þeim hverju sinni - og draga líkast til ekkert undan. Eins er ástæða til að bera höfuðið hátt vegna menningarrýna þáttarins en þar munu stöllurnar Gerður Kristný og Katrín Jakobsdóttir segja okkur hveð við eigum að lesa, sjá og upplifa í giska kraftmiklu kúltúrlífi landsmanna. Þetta er flott fólk - og það verður stuð á galsskapnum. Ég hlakka til. Mannamál á að vera þéttur þjóðmálaþáttur - og byrjar næsta sunnudagskvöld kl. 19.05 strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. Óruglaður. Svo er náttúrlega líka hægt að sjá hann á plúsnum kl. 20.05. Við sjáumst ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun
Ég er að byrja með nýjan samtalsþátt á sunnudagskvöldum á Stöð 2 í vetur. Ég hef valið honum nafnið Mannamál. Samhliða stjórn þáttarins mun ég blogga um efni hans og annað það sem mér dettut til hugar hverju sinni. Líkast til verður þar eitthvað um pólitík og þjóðmál. Ég hef aldrei bloggað áður, er reyndar fram úr hófi klaufskur í tæknimálum og notast enn við tvo vísifingur þegar ég hamra skrifelsið mitt á tölvuborðið. Það hefur samt dugað mér í hartnær 30 ár í fjölmiðlum, fyrst og Vísi gamla - og nú er ég sumsé kominn aftur á visi með þessa tvo fingur mína. Undirbúningur samtalsþáttarins hefur staðið yfir síðustu vikur undir öruggri stjórn Elínar Sveinsdóttur framleiðslustjóra sem er svolítið heimilislegt þar eð hún er spúsa mín og margföld barnsmóðir. Ella hefur fengið til liðs við sig magnað þríeyki fagmanna sem hver á sínu sviði hafa hannað útlit þáttarins; þeir Stígur Steinþórsson sem á að baki árafjöld í leiktjaldagerð, Leó Löwe sem er með allra bestu grafíkmönnum landsins og Barða Jóhannsson í Bang Gang sem er höfuðsnillingur í stefjagerð. Það er auðvitað ekkert annað en forréttindi að vinna með svona fagfólki á hverjum pósti. Vitaskuld skiptir innihald þáttarins öllu máli. Ég skipti honum í fimm hluta. Aðalviðtalið ber hæst og það verða engir léttvigtarmenn í stólunum gegnt mér í fyrsta þættinum. Ég segi ykkar síðar hverjir það verða. Í öðrum hluta þáttarins hyggst ég brjóta helstu þjóðmál líðandi stundar til mergjar með aðstoð tveggja sérfræðinga - og þriðja viðtalið tengist svo alla jafna dægurmálunum hverju sinni. Ég er afskaplega stoltur af því að hafa fengið vini mína og ritsnillangana Einar Má Guðmundsson og Einar Kárason til að stíga á stokk í hverjum þætti en þeir munu greina þjóðarsálina eins og hún birtist þeim hverju sinni - og draga líkast til ekkert undan. Eins er ástæða til að bera höfuðið hátt vegna menningarrýna þáttarins en þar munu stöllurnar Gerður Kristný og Katrín Jakobsdóttir segja okkur hveð við eigum að lesa, sjá og upplifa í giska kraftmiklu kúltúrlífi landsmanna. Þetta er flott fólk - og það verður stuð á galsskapnum. Ég hlakka til. Mannamál á að vera þéttur þjóðmálaþáttur - og byrjar næsta sunnudagskvöld kl. 19.05 strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. Óruglaður. Svo er náttúrlega líka hægt að sjá hann á plúsnum kl. 20.05. Við sjáumst ... -SER.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun