Youtube-myndband gæti orðið Hamilton að falli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2007 09:35 Lewis Hamilton á æfingu í Kína í morgun. Nordic Photos / Getty Images Hafi tímabilið í Formúlu 1 ekki verið nógu skrautlegt fyrir gæti nú verið að þau stig sem Lewis Hamilton vann í síðustu keppni verði dæmd af honum vegna myndbands á youtube. Mikil rigning var í Japan um helgina þegar Formúlu 1-keppnin fór þar fram. Af þeim sökum var brautin gríðarlega sleip og skyggni afar slæmt. Öryggisbíllinn var ótt og títt kallaður út. Þjóðverjinn Sebastian Vettell á Toro Rosso var óvænt í þriðja sæti keppninnar þegar öryggisbíllinn var einu sinni sem oftar kallaður út. Mark Webber, ökuþór Red Bull, var í öðru sæti og Hamilton í því fyrsta. Þegar öryggisbíllinn er úti er bannað að taka fram úr öðrum bílum. Ökumenn þurfa því að fylgjast vel með bílunum fyrir framan sig. Eins og sést á myndbandinu gefur Hamilton í og fer út í hægri vegakantinn þegar öryggisbíllinn er að koma að krappri vinstri beygju. Hamilton hægir svo skyndilega á sér og Webber, sem hélt sömu línu og öryggisbíllinn, hægir líka á sér til að taka ekki fram úr Hamilton. Vettell hefur lýst því þannig að ökulag Hamilton hafi truflað einbeitingu sína og Vettell hafnaði aftan á bíl Webber. Webber hefur gagnrýnt Hamilton harkalega fyrir ökulag sitt. Hann sagði að lýsa mætti ökulagi hans í einu orði, „shit“. Hamilton vann keppnina og fékk tíu stig fyrir. Forysta hans í stigakeppni ökuþóra er tólf stig og getur hann tryggt sér titilinn í næstsíðustu keppni ársins sem fer fram í Kína um helgina. Alþjóða aksturssambandið, FIA, fundar nú í dag til að ákveða hvort að dæma eigi stigin af Hamilton og er ofangreint myndband talið vera eitt helsta sönnunargagnið í því máli. Reglur kveða á um að fremsti bíll verði að vera að minnsta kosti fimm bílalengdir frá öryggisbílnum. Hamilton braut klárlega þessa reglu en hann hefur sagt að Webber hefði pressað mikið á sig. Formúla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hafi tímabilið í Formúlu 1 ekki verið nógu skrautlegt fyrir gæti nú verið að þau stig sem Lewis Hamilton vann í síðustu keppni verði dæmd af honum vegna myndbands á youtube. Mikil rigning var í Japan um helgina þegar Formúlu 1-keppnin fór þar fram. Af þeim sökum var brautin gríðarlega sleip og skyggni afar slæmt. Öryggisbíllinn var ótt og títt kallaður út. Þjóðverjinn Sebastian Vettell á Toro Rosso var óvænt í þriðja sæti keppninnar þegar öryggisbíllinn var einu sinni sem oftar kallaður út. Mark Webber, ökuþór Red Bull, var í öðru sæti og Hamilton í því fyrsta. Þegar öryggisbíllinn er úti er bannað að taka fram úr öðrum bílum. Ökumenn þurfa því að fylgjast vel með bílunum fyrir framan sig. Eins og sést á myndbandinu gefur Hamilton í og fer út í hægri vegakantinn þegar öryggisbíllinn er að koma að krappri vinstri beygju. Hamilton hægir svo skyndilega á sér og Webber, sem hélt sömu línu og öryggisbíllinn, hægir líka á sér til að taka ekki fram úr Hamilton. Vettell hefur lýst því þannig að ökulag Hamilton hafi truflað einbeitingu sína og Vettell hafnaði aftan á bíl Webber. Webber hefur gagnrýnt Hamilton harkalega fyrir ökulag sitt. Hann sagði að lýsa mætti ökulagi hans í einu orði, „shit“. Hamilton vann keppnina og fékk tíu stig fyrir. Forysta hans í stigakeppni ökuþóra er tólf stig og getur hann tryggt sér titilinn í næstsíðustu keppni ársins sem fer fram í Kína um helgina. Alþjóða aksturssambandið, FIA, fundar nú í dag til að ákveða hvort að dæma eigi stigin af Hamilton og er ofangreint myndband talið vera eitt helsta sönnunargagnið í því máli. Reglur kveða á um að fremsti bíll verði að vera að minnsta kosti fimm bílalengdir frá öryggisbílnum. Hamilton braut klárlega þessa reglu en hann hefur sagt að Webber hefði pressað mikið á sig.
Formúla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira