Todt: Stepney tapaði glórunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2007 12:30 Todt hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney. Nordic Photos / Getty Images Jean Todt, liðsstjóri Ferrari, hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney sem er talinn bera ábyrgð á njósnamálinu svokallaða. Stepney sætir nú rannsókn á Ítalíu og hefur verið rekinn frá Ferrari. Hann er talinn vera sá maður sem lak upplýsingum um bifreið Ferrari til McLaren. McLaren var sektað um 100 milljónir dollara vegna málsins og öll stig liðsins í keppni bílasmiða voru dæmd af liðinu. Todt sagði í viðtali við The Times í morgun að Stepney hafi „tapað glórunni." Eftir að Michael Schumacher hætti hjá Ferrari og Ross Brawn, fyrrum yfirmaður tæknimála hjá Ferrari, fór í ársfrí, hafði Stepney hug á því að færast ofar í goggunarröðinni hjá Ferrari en án árangurs. „Hann er mjög hæfileikaríkur en mjög erfið persóna. Hann var þó góður fagmaður og Ross stefndi hann hærra en við vorum tilbúnir að bjóða honum." Todt sagði að í kjölfarið hafi Stepney hringt í Ross og sagt að hann vildi ekki mæta á keppnirnar. Svo þegar hann hafi róast niður sagðist hann gjarnan vilja koma. Stepney er talinn vera lykilmaður í velgengni Ferrari þegar Schumacher ók fyrir liðið. En hann er nú sakaður um að hafa látið Mike Coughlan, aðalhönnuð McLaren, fá 780 síðna skjal sem geymdi öll leyndarmál Ferrari um hönnun keppnisbíl liðsins. Enn fremur er Stepney talinn hafa reynt að vinna skemmdarverk á keppnisbíl Ferrari. „Hann tapaði glórunni, það er allt og sumt," sagði Todt. „Hann gat ekki stjórnað skapi sínu og það reyndist dýrkeypt." Formúla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Jean Todt, liðsstjóri Ferrari, hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney sem er talinn bera ábyrgð á njósnamálinu svokallaða. Stepney sætir nú rannsókn á Ítalíu og hefur verið rekinn frá Ferrari. Hann er talinn vera sá maður sem lak upplýsingum um bifreið Ferrari til McLaren. McLaren var sektað um 100 milljónir dollara vegna málsins og öll stig liðsins í keppni bílasmiða voru dæmd af liðinu. Todt sagði í viðtali við The Times í morgun að Stepney hafi „tapað glórunni." Eftir að Michael Schumacher hætti hjá Ferrari og Ross Brawn, fyrrum yfirmaður tæknimála hjá Ferrari, fór í ársfrí, hafði Stepney hug á því að færast ofar í goggunarröðinni hjá Ferrari en án árangurs. „Hann er mjög hæfileikaríkur en mjög erfið persóna. Hann var þó góður fagmaður og Ross stefndi hann hærra en við vorum tilbúnir að bjóða honum." Todt sagði að í kjölfarið hafi Stepney hringt í Ross og sagt að hann vildi ekki mæta á keppnirnar. Svo þegar hann hafi róast niður sagðist hann gjarnan vilja koma. Stepney er talinn vera lykilmaður í velgengni Ferrari þegar Schumacher ók fyrir liðið. En hann er nú sakaður um að hafa látið Mike Coughlan, aðalhönnuð McLaren, fá 780 síðna skjal sem geymdi öll leyndarmál Ferrari um hönnun keppnisbíl liðsins. Enn fremur er Stepney talinn hafa reynt að vinna skemmdarverk á keppnisbíl Ferrari. „Hann tapaði glórunni, það er allt og sumt," sagði Todt. „Hann gat ekki stjórnað skapi sínu og það reyndist dýrkeypt."
Formúla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira