Orð Kate þungamiðja rannsóknarinnar Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 25. september 2007 09:40 Kate og Gerry McCann á leið til lögmanna sinna í London í síðustu viku. MYND/AFP Breska blaðið Daily Mail greinir í dag frá fyrstu viðbrögðum Kate McCann eftir að Madeleine hvarf. Fyrsta vitnið af viðbrögðunum hefur nú komið fram í fjölmiðlum. Charlotte Pennington barnfóstra, segir að Kate hafi öskrað: „Þeir hafa tekið hana, þeir hafa tekið hana." Þessi orð hennar hafa orðið að þungamiðju rannsóknar portúgölsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine. Hún spyr af hverju Kate hafi strax ályktað að dóttur hennar hafi verið rænt. McCann hjónin hafa brugðist við með því að halda því staðfastlega fram að Kate hafi öskrað: „Madeline er farin." Charlotte var með þeim fyrstu inn í íbúð fjölskyldunnar eftir hvarf dótturinnar. Hún segist hafa heyrt Kate nota báðar útgáfur, en ítrekar að hún viti ekki hvað Kate hafi sagt fyrst eftir að hvarfið uppgötvaðist. Barnfóstran er 20 ára gömul og gætti barna fyrir Mark Warner sumarleyfisíbúðirnar í Praia da Luz. Hún heldur því fram að hjónin séu saklaus. Hún lýsir Kate sem niðurbrotinni konu sem hefði skolfið og verið ófær um að hreyfa sig í kjölfar hvarfsins. Pennington er mikilvægt vitni fyrir portúgölsku lögregluna. Hún var yfirheyrð í fjóra og hálfan klukkutíma vegna málsins. Hún segir einnig að Robert Murat sem var fyrstur til að fá réttarstöðu grunaðs, hafi verið á svæðinu eftir hvarf Madeline litlu, en Því hefur hann staðfastelga neitað. Hún segir hann hafa staðið og fylgst með, það sé alveg öruggt að hann hafi verið á svæðinu. Fjölmiðlar í Portúgal þrýsta nú á lögregluyfirvöld að finna lík stúlkunnar strax, því annars eigi þau ekki möguleika á að ákæra foreldra Madeleine. Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um tvö mismunandi tilfelli þar sem fólk taldi sig hafa séð Madeleine í Marrakech í Morocco 9. maí síðastliðinn. Fyrri tilkynningin barst frá norskri konu sem sagðist hafa séð Maddie á bensínstöð. Seinni tilkynningin kom frá breskum ferðamanni sem hafði samband við lögreglu eftir heimkomu frá Marocco. Hann greindi frá því að hafa séð stúlkuna á svipuðum tíma og svipuðum stað og norska konan. Madeleine McCann Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Breska blaðið Daily Mail greinir í dag frá fyrstu viðbrögðum Kate McCann eftir að Madeleine hvarf. Fyrsta vitnið af viðbrögðunum hefur nú komið fram í fjölmiðlum. Charlotte Pennington barnfóstra, segir að Kate hafi öskrað: „Þeir hafa tekið hana, þeir hafa tekið hana." Þessi orð hennar hafa orðið að þungamiðju rannsóknar portúgölsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine. Hún spyr af hverju Kate hafi strax ályktað að dóttur hennar hafi verið rænt. McCann hjónin hafa brugðist við með því að halda því staðfastlega fram að Kate hafi öskrað: „Madeline er farin." Charlotte var með þeim fyrstu inn í íbúð fjölskyldunnar eftir hvarf dótturinnar. Hún segist hafa heyrt Kate nota báðar útgáfur, en ítrekar að hún viti ekki hvað Kate hafi sagt fyrst eftir að hvarfið uppgötvaðist. Barnfóstran er 20 ára gömul og gætti barna fyrir Mark Warner sumarleyfisíbúðirnar í Praia da Luz. Hún heldur því fram að hjónin séu saklaus. Hún lýsir Kate sem niðurbrotinni konu sem hefði skolfið og verið ófær um að hreyfa sig í kjölfar hvarfsins. Pennington er mikilvægt vitni fyrir portúgölsku lögregluna. Hún var yfirheyrð í fjóra og hálfan klukkutíma vegna málsins. Hún segir einnig að Robert Murat sem var fyrstur til að fá réttarstöðu grunaðs, hafi verið á svæðinu eftir hvarf Madeline litlu, en Því hefur hann staðfastelga neitað. Hún segir hann hafa staðið og fylgst með, það sé alveg öruggt að hann hafi verið á svæðinu. Fjölmiðlar í Portúgal þrýsta nú á lögregluyfirvöld að finna lík stúlkunnar strax, því annars eigi þau ekki möguleika á að ákæra foreldra Madeleine. Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um tvö mismunandi tilfelli þar sem fólk taldi sig hafa séð Madeleine í Marrakech í Morocco 9. maí síðastliðinn. Fyrri tilkynningin barst frá norskri konu sem sagðist hafa séð Maddie á bensínstöð. Seinni tilkynningin kom frá breskum ferðamanni sem hafði samband við lögreglu eftir heimkomu frá Marocco. Hann greindi frá því að hafa séð stúlkuna á svipuðum tíma og svipuðum stað og norska konan.
Madeleine McCann Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira