Ítalska lögreglan handtók um helgina 66 vopnaða stuðningsmenn SS Lazio fyrir leik liðsins gegn Atalanta í Bergamo. Bullurnar voru vopnaðar kylfum, hnífum, hnúajárnum og sveðjum.
Lögregluaðgerðin var partur af hertu eftirliti ítölsku lögreglunnar með óeirðaseggjum á knattspyrnuleikum. Bullunum var öllum sleppt eftir yfirheyrslur en eiga hugsanlega yfir höfði sér kærur.