Fótbolti

Heppnin með Valencia

Javier Saviola skorar hvar sem hann kemur
Javier Saviola skorar hvar sem hann kemur AFP

Stórlið Real Madrid og Valencia á Spáni voru ekki sérstaklega sannfærandi í kvöld þegar þau unnu sigra á lægra skrifuðum andstæðingum sínum. Valenca hafði heppnina með sér þegar slysalegt mark tryggði sigurinn gegn Valladolid.

Heimamenn í Valencia voru ekki sannfærandi þegar þeir lögðu Valladolid. Fernando Morientes jafnaði metin fyrir heimamenn eftir 23 mínútur eftir að Kome hafði komið gestunum óvænt yfir. Það var svo David Silva sem skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins þegar skot hans hrökk af varnarmanni í netið. Áhorfendur á Mestalla bauluðu á heimaliðið þegar þeir gengu af velli.

Real Madrid tók á móti nýliðum Almeria á heimavelli og hafði 3-1 sigur. Hinn smávaxni Javier Saviola opnaði markareikninginn fyrir Real, en hann gekk í raðir liðsins frá Barcelona í sumar. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Real og Almeria missti mann af velli á 63. mínútu og eftir það var sigur Real ekki í hættu. Wesley Sneijder skoraði enn eitt markið fyrir liðið á 68. mínútu og Higuain kláraði dæmið og tryggði Real toppsætið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×