Petraeus gagnrýndur Guðjón Helgason skrifar 11. september 2007 12:14 Demókratar á Bandaríkjaþingi vísa á bug fullyrðingum yfirmanns bandaríska heraflans í Írak um að markmiðum þar hafi verið náð með fjölgun í herliðinu. Herforinginn segir fyrst hægt að kalla hermenn heim næsta sumar en margir þingmenn vilja hefja heimkvaðninguna strax. David Petraeus, yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, komu á fund þingnefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings í gær og kynntu mat sitt á því hvaða áhrif það hefði haft að fjölga bandarískum hermönnum um þrjátíu þúsund í Írak. Sagði Petraeus að mörgum markmiðum hefði verið náð en herinn þyrfti meiri tíma til að vinna verk sitt. Hann taldi að ekki yrði hægt að kalla viðbótarhermennina heim fyrr en næsta sumar og þá myndi heimkvaðning halda áfram. Óvíst væri þó hvað hún myndi ganga hratt fyrir sig. Tom Lantos, formaður utanríkismálanefndar, vísaði fullyrðingum Petraeusar á bug. Hann sagði að á vissan hátt hefði ástandið batnað og árásum og óhæfuverkum fækkað líkt og Petraeus segði. Verkefnið hefði þó í heild sinni misheppnast og nú væri tími kominn til þess að kalla herliðið heim. Annar talsmaður demókrata á þinginu, Lynn Woolsey, sagði í gær að Petreus væri einungis málpípa Hvíta hússins og því lítið að marka hann. Petreus vísaði því á bug. Hann segir að hvorki Hvíta húsið né varnarmálaráðuneytið hefðu fengið að lesa vitnisburð hans áður en hann kom fyrir þingnefndina. Hundrað sextíu og átta þúsund bandarískir hermenn eru nú í Írak og hafa ekki verið fleiri. Bandaríkjamenn vilja fara að ráðum Lantos og kalla þá heim hið fyrsta. Þeim boðskap var komið á framfæri á fundinum en mótmælendum var umsvifalaust vísað úr salnum. Erlent Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Demókratar á Bandaríkjaþingi vísa á bug fullyrðingum yfirmanns bandaríska heraflans í Írak um að markmiðum þar hafi verið náð með fjölgun í herliðinu. Herforinginn segir fyrst hægt að kalla hermenn heim næsta sumar en margir þingmenn vilja hefja heimkvaðninguna strax. David Petraeus, yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, komu á fund þingnefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings í gær og kynntu mat sitt á því hvaða áhrif það hefði haft að fjölga bandarískum hermönnum um þrjátíu þúsund í Írak. Sagði Petraeus að mörgum markmiðum hefði verið náð en herinn þyrfti meiri tíma til að vinna verk sitt. Hann taldi að ekki yrði hægt að kalla viðbótarhermennina heim fyrr en næsta sumar og þá myndi heimkvaðning halda áfram. Óvíst væri þó hvað hún myndi ganga hratt fyrir sig. Tom Lantos, formaður utanríkismálanefndar, vísaði fullyrðingum Petraeusar á bug. Hann sagði að á vissan hátt hefði ástandið batnað og árásum og óhæfuverkum fækkað líkt og Petraeus segði. Verkefnið hefði þó í heild sinni misheppnast og nú væri tími kominn til þess að kalla herliðið heim. Annar talsmaður demókrata á þinginu, Lynn Woolsey, sagði í gær að Petreus væri einungis málpípa Hvíta hússins og því lítið að marka hann. Petreus vísaði því á bug. Hann segir að hvorki Hvíta húsið né varnarmálaráðuneytið hefðu fengið að lesa vitnisburð hans áður en hann kom fyrir þingnefndina. Hundrað sextíu og átta þúsund bandarískir hermenn eru nú í Írak og hafa ekki verið fleiri. Bandaríkjamenn vilja fara að ráðum Lantos og kalla þá heim hið fyrsta. Þeim boðskap var komið á framfæri á fundinum en mótmælendum var umsvifalaust vísað úr salnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira