Fernando Alonso, ökumaður McLaren, kom fyrstur í mark á Monza brautinni í dag. Þar með náði hann að minnka forystu liðsfélaga síns, Lewis Hamilton, í heildarstigakeppninni niður í aðeins þrjú stig.
Hamilton endaði í öðru sæti í keppninni í dag en Kimi Raikkonen í því þriðja. Felipe Massa er úr leik í titilbaráttunni eftir að hafa þurft að hætta keppni í dag.