Viðskipti erlent

Yahoo styrkir stöðuna gegn Google

Jerry Yang, forstjóri Yahoo, fagnar eftir skráningu Yahoo á markað. Fyrirtækið hefur keypt markaðsfyrirtæki til að styrkja sig í samkeppninni gegn Google.
Jerry Yang, forstjóri Yahoo, fagnar eftir skráningu Yahoo á markað. Fyrirtækið hefur keypt markaðsfyrirtæki til að styrkja sig í samkeppninni gegn Google. Mynd/AFP

Bandaríska netveitan Yahoo hefur keypt fyrirtækið BlueLithium, sem einbeitir sér að markaðssetningu á netinu. Kaupverð nemur 300 milljónum bandaríkjadala, tæpum 19,5 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum hyggst fyrirtækið styrkja stöðu sína í samkeppninni við netrisann Google.

Tækni BlueLithium byggist á því að láta auglýsingar passa við áhugasvið netnotenda.

Yahoo hefur gengið í gegnum nokkurn öldudal upp á síðkastið, ekki síst eftir að fyrirtækið virtist ætla að lúta í lægra haldi fyrir Google. Þá lækkaði hagnaður fyrirtækisins umtalsvert. Sviptingar urðu í stjórnendateymi fyrirtækisins í kjölfarið en fyrrum forstjóri fyrirtækisins stóð upp úr sæti sínu tók Jerry Yang, einn stofnenda fyrirtækisins, við stjórninni með það fyrir augum að blása í seglin.

Á meðal helstu verka Yangs sem nýr forstjóri fyrirtækisins hefur hann látið kaupa nokkur netauglýsingafyrirtæki til að styrkja stöðu fyrirtækisins á auglýsingamarkaði en það er helsta tekjulind fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×