Innlent

Félags- og tryggingamálanefnd fjalli um erlenda verkamenn

MYND/Vilhelm

Ögmundur Jónasson, fulltrúi Vinstri - grænna í félags- og tryggingamálanefnd, hefur óskað eftir því við formann nefndarinnar, Guðbjart Hannesson, Samfylkingunni, að nefndin verði kölluð saman hið fyrsta til þess að fjalla um erlenda verkamenn og réttarstöðu þeirra í ljósi fréttaflutnings undanfarna daga og yfirlýsinga fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar um að verkafólk sé hér í stórum hópum án þeirra réttinda sem því ber lögum samkvæmt.

Eins og fram hefur komið í fréttum er talið að hátt í eitt hundrað þeirra verkamanna sem starfað hafa við byggingu Hraunaveitu við Kárahnjúka séu ekki löglega skráðir til vinnu hér á landi. Hátt í tuttugu þeirra lentu í rútuslysi í fyrradag. Vinnueftirlitið rannsakar nú mál þessara manna.

Þá hefur formaður Verkalýðsfélags Akraness haldið fram að töluverð brotalöm sé á því að fyrirtæki skrái erlenda starfsmenn eins og lög kveða á um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×