Viðskipti erlent

Hveitiverð í hæstu hæðum

Verð á hveiti stendur í sögulegum hæðum. Svo getur farið að verð á brauði og kökum hækki í verði vegna þessa, jafnvel bolludagsbollurnar.
Verð á hveiti stendur í sögulegum hæðum. Svo getur farið að verð á brauði og kökum hækki í verði vegna þessa, jafnvel bolludagsbollurnar. Mynd/GVA

Kílóverð á hveiti stendur í sögulegum hæðum þessa stundina en slæmt veðurfar í kornræktarlöndum í Ameríku og Evrópu hefur leitt til þess að hveitibirgðir hafa dregist saman. Eftirspurnin eftir hveiti er hins vegar umfram framboð og getur það leitt til þess að brauðmeti og aðrar vöru úr hveiti geti hækkað í verði.

Breska ríkisútvarpið bendir á hveitibirgðir á helstu mörkuðum hafi ekki verið með minna móti í 26 ár. Há verðlagning á vörum úr hveiti geti aftur leitt til þess að kostnaður bænda verði hærri. Slíkt geti svo aftur skilað sér í verðhækkunum á kjöti og mjólkurafurðum.

Ekki stefnir í að birgðirnar aukist á næstunni en reiknað er með að þurrkar í Kanada muni koma harkalega niður á hveitirækt á næstunni. Svipaða sögu er að segja frá Ástralíu og Indlandi sem eru stórtækir á sviði kornræktar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×