Rammíslensk fiðla í rammíslensku safni 22. ágúst 2007 14:36 Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari Sunnudaginn 26. ágúst er komið að síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins í sumar. Á þeim munu þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari flytja verk eftir Ludwig van Beethoven og Fritz Kreisler. Guðný mun auk þess vígja nýja fiðlu sem smíðuð var á Íslandi af Hans Jóhannssyni fiðlusmiði. Hans Jóhannsson lærði fiðlusmíði í Englandi og hefur lagt stund á þá iðn síðan 1980. Hann starfaði 12 ár í Lúxembúrg en síðustu 10 ár hefur hann verið með verkstæði í Ingólfsstræti. Að sögn Guðnýjar er Hans orðinn þekktur fiðlusmiður á erlendri grundu og smíðar hann aðallega fyrir erlendan markað. Guðný varð sjálf mjög hrifin af fiðlu sem hann smíðaði í sumar og ákvað að eigna sér hana. Í samtali við Vísi sagðist hún alltaf geta á sig fiðlum bætt. Henni finnst einnig vel við hæfi að vígja hina rammíslensku fiðlu í Gljúfrasteini. Fiðlan góðaHans segir vandasamt verk að búa til fiðlur. Mikill tími fer í undirbúning og í að finna rétta efnið. Hann segir flest fiðlusmiði reyna að líkja eftir frægum hljóðfærum en að hann hafi í gegnum tíðina reynt að þróa eigið módel. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir er 500 krónur. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Sunnudaginn 26. ágúst er komið að síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins í sumar. Á þeim munu þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari flytja verk eftir Ludwig van Beethoven og Fritz Kreisler. Guðný mun auk þess vígja nýja fiðlu sem smíðuð var á Íslandi af Hans Jóhannssyni fiðlusmiði. Hans Jóhannsson lærði fiðlusmíði í Englandi og hefur lagt stund á þá iðn síðan 1980. Hann starfaði 12 ár í Lúxembúrg en síðustu 10 ár hefur hann verið með verkstæði í Ingólfsstræti. Að sögn Guðnýjar er Hans orðinn þekktur fiðlusmiður á erlendri grundu og smíðar hann aðallega fyrir erlendan markað. Guðný varð sjálf mjög hrifin af fiðlu sem hann smíðaði í sumar og ákvað að eigna sér hana. Í samtali við Vísi sagðist hún alltaf geta á sig fiðlum bætt. Henni finnst einnig vel við hæfi að vígja hina rammíslensku fiðlu í Gljúfrasteini. Fiðlan góðaHans segir vandasamt verk að búa til fiðlur. Mikill tími fer í undirbúning og í að finna rétta efnið. Hann segir flest fiðlusmiði reyna að líkja eftir frægum hljóðfærum en að hann hafi í gegnum tíðina reynt að þróa eigið módel. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir er 500 krónur.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira