Viðskipti erlent

Nasdaq skoðar sölu á LSE-hlutum

Robert Greifeld, forstjóri bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq.
Robert Greifeld, forstjóri bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Mynd/AFP

Stjórnendur Nasdaq hafa fengið heimild til þess að selja rúmlega þriðjungshlut sinn í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE). Markaðurinn festi sér hlutinn þegar það reyndi að yfirtaka rekstur LSE á síðasta ári.

Að sögn fréttaveitunnar Thomson Financial verður einum milljarði af söluandvirði hlutarins nýttur til að greiða upp skuldir og afgangurinn notaður til hlutabréfakaupa. Þá er það mat stjórnendar Nasdaq að salan muni auka hagnað hlutabréfamarkaðarins á næsta ári úr 30 sentum á hlut í 35 sent.

Nasdaq gerði tilboð í OMX-kauphallarsamstæðuna í maí upp á 210 sænskar krónur á hlut. Stjórn OMX hefur mælt með tilboðinu. Kauphöllin í Dubai gerði hins vegar fyrir skömmu annað tilboð í OMX upp á 230 sænskar krónur á hlut og hefur tryggt sér rúman fjórðungshlut í norrænu kauphallarsamstæðunni. Nasdaq hefur beðið hluthafa í OMX að halda að sér höndum þrátt fyrir hærra tilboð þar sem hún telur að sitt boð sé betra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×