Viðskipti erlent

Vísitölur niður í Bandaríkjunum

Ys og þys á hlutabréfamarkaði. Helstu hlutabréfavísitölur fór niður við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag.
Ys og þys á hlutabréfamarkaði. Helstu hlutabréfavísitölur fór niður við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag. Mynd/AP

Hlutabréfavísitölur lækkuðu í fyrstu viðskiptum dagsins á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Markaðirnir opnuðu fyrir nokkrum mínútum og virðist sem hrakspár fjárfesta um áframhaldandi niðursveiflu haldi áfram.

Gengi Nasdaq-vísitölunnar lækkaði um rúmlega 0,5 prósent, gengi Dow Jones um rúmlega 0,6 prósent og S&P 500-vísitölunnar um rúm 0,6 prósent.

Flestar vísitölur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hafa lækkað mikið í dag. Þar af hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 3,95 prósent. Hún stendur í 7.563 stigum og hefur ekki verið lægri síðan í byrjun apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×