Viðskipti erlent

Hráolíuverð lækkar á markaði

Verð á hráolíu hefur lækkað á hlutabréfamörkuðum í dag samhliða betri veðurspár við Mexíkóflóa og lækkun á hlutabréfamarkaði.
Verð á hráolíu hefur lækkað á hlutabréfamörkuðum í dag samhliða betri veðurspár við Mexíkóflóa og lækkun á hlutabréfamarkaði. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkkaði um allt að rúman einn og hálfan bandaríkjadal samhliða falli á helstu fjármálamörkuðum. Inn í lækkunina spilar betri veðurspá við Mexíkóflóa en reiknað er með að hitabeltisstormar sem ógnuðu olíuvinnslustöðvum við flóann muni verða lengra frá landi en búist var við.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,36 dali og stendur í 71,97 dölum á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 1,57 dali á tunnu á markaði í Lundúnum og fór í 70,07 dali á tunnu.

Vísitölur hafa lækkað um og yfir tvö prósent á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en greinendur segja í samtali við fréttastofu Reuters að haldi niðursveiflan áfram geti olíuverðið farið sömu leið.

Storma- og fellibyljatímabilið er að hefjast í Bandaríkjunum og gerðu veðurfræðingar ráð fyrir því að tveir hitabeltisstormar sem ógnuðu olíuvinnslu við Mexíkóflóa muni liggja sunnar en áður var spáð og missa dampinn eftir því sem á líði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×