Bíó og sjónvarp

Ingvar í ævintýradrama fyrir fullorðna

Synir Ingvars í hlutverkum sínum
Synir Ingvars í hlutverkum sínum MYND/Hrönn Kristinsdóttir

Nýlega lauk tökum á stuttmynd sem byggir á Grímsævintýri og heitir hún Harmsaga. Myndin er ævintýradrama fyrir fullorðna með drungalegu ívafi. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni og var hún tekin upp í Arnarfirði á Vestfjörðum í síðasta mánuði. Ævintýrið var á sínum tíma tekið út úr sagnasafni Grímsævintýra þar sem það þótti og grimmdarlegt.

Ingvar E. Sigurðsson leikur annað aðalhlutverkið á móti dönsku leikkonunni Beate Bille. Auk þess fara synir Ingvars þeir Hringur og Sigurður með hlutverk í myndinni og einnig Sigríður Krókás í hlutverki ungabarns.

Hrönn Kristinsdóttir er framleiðandi myndarinnar en hún er unnin í samvinnu við finnska framleiðendur. Kvikmyndatökumaðurinn er Tuomo Hutri sem myndaði Blóðbönd. Hilmar örn Hilmarsson gerði tónlistina og Eggert Ketilsson sá um leikmyndina. Myndin verður sýnd í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.