Fótbolti

Sevilla hefur hafnað tveimur tilboðum í Alves

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Daniel Alves á það til að taka armbeygjur í miðjum leik.
Daniel Alves á það til að taka armbeygjur í miðjum leik. NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Sevilla segjast hafa hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn eftirsótta Daniel Alves. Ástæðuna segja þeir vera að þeir séu að bíða eftir ásættanlegu tilboði. Talið er að Chelsea standi á bakvið tilboðin sem hljómuðu upp á 21,7 milljónir punda og 23,7 milljónir punda, en Chelsea hefur verið sterklega orðað við leikmanninn.

Forráðamenn Sevilla segjast aðeins selja leikmanninn fyrir rétt verð en ef ekkert ásættanlegt tilboð berist verði þeir rólegir yfir því. Leikmaðurinn sjálfur segir að tími sé kominn til að hann færi sig um set og hefur viðurkennt að hann hafi áhuga á að spila fyrir Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×