Ómetanleg saga af litlum hundi Jón Kaldal skrifar 22. júlí 2007 07:00 Hlín Agnarsdóttir leikskáld og Haraldur Ólafsson veðurfræðingur voru í bráðskemmtilegu spjalli í Fréttablaðinu í gær. Meðal þess sem bar á góma var fréttaflutningur af kjölturakkanum Lúkasi, sem er orðinn þjóðþekktur fyrir meintan skelfilegan dauðdaga, upprisu og almennar píslir sem mál hans hefur leitt yfir alla sem koma við sögu. Hlín og Haraldi finnst ekki mikið til um frammistöðu fjölmiðla í máli Lúkasar. „Fréttastofurnar gleypa við hverju sem er þessa dagana," sagði Haraldur, og Hlín bætti við: „Þetta er farsi og um leið skammarlegt að þetta skuli ná þessum hæðum og verða ein af aðalfréttum sjónvarps og útvarps." Þessar hugleiðingar Hlínar og Haraldar eru angi af því algenga sjónarmiði að fjölmiðlar skapi veruleikann. Það gera þeir ekki. Góðir fjölmiðlar flytja fréttir af því sem er að gerast, hvað það er sem hreyfir við þjóð þeirra, um hvað hún talar, hverja hún elskar og hverja hún grætur. Það er ekki fjölmiðlunum að kenna ef þjóðin lítur í spegilinn og skammast sín fyrir hvað hún sér. Þegar sagan af drápi Lúkasar breiddist út með ljóshraða var alvöru móðursýki svo sannarlega fyrir hendi í netheimum. Og sá einstaklingur sem lá undir sök var í raunverulegri hættu, ef ekki beinlínis líkamlegri, þá örugglega andlegri. Það var fréttnæmt. Um það er óþarfi að deila. En sagan af hremmingum Lúkasar er fyrir löngu hætt að snúast eingöngu um örlög eins lítils hunds. Viðbrögðin við meintum dauðdaga hans eru upplýsandi um andlegt ástand þjóðarinnar; að minnsta kosti hluta hennar. Í því samhengi er mál Lúkasar ein stærsta frétt ársins. Í henni er hægt að skynja ákveðinn tíðaranda og gildismat sem er ekki að finna í fréttum af sölu Actavis, gengi krónunnar eða hræringa á húsnæðismarkaði. Í raun er sagan af Lúkasi ómetanlega merkileg og manni finnst pínu skrítið að leikskáldið Hlín skuli ekki kunna að meta dramatíkina. Skáld nota gjarnan stílbragð sem kallast hluti fyrir heild. Er þá einn lítill atburður, eða samskipti einstaklinga, notuð til að segja til dæmis sögu heils samfélags. Þannig stóð saklausa sveitastúlkan Ugla fyrir meirihluta íslensku þjóðarinnar andspænis Búa Árland, reykvíska auðvaldinu sem vildi selja landið, svo kunnuglegt dæmi sé tekið úr Atómstöð nóbelsskáldsins. Þegar vel tekst til lukkast fjölmiðlum að flytja fréttir í þessum anda. Þar sem hið einstaka nær að fanga hið almenna. Þetta eru gjarnan sögur úr hversdeginum og þær má ekki vanmeta eins og tilhneigingin er þó gjarnan, samanber viðbrögð Hlínar og Haraldar við fréttum af Lúkasi. Í Fréttablaðinu á föstudag var til dæmis sagt frá nágrannaerjum í Fjarðarási en slíkar deilur eru sígilt minni úr Íslendingasögunum. Í þessari samtímasögu voru þó sem betur fer aðeins höggvin tré en engir menn. En ef við höldum enn lengra þá er Fjarðarássagan ekki annað en smækkuð útgáfa af landamæradeilum sem hafa komið upp á milli þjóða og jafnvel valdið styrjöldum. Sem slík, veitir hún ákveðinn skilning á hvað oft þarf smávægileg tilefni til langvarandi fjandskapar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun
Hlín Agnarsdóttir leikskáld og Haraldur Ólafsson veðurfræðingur voru í bráðskemmtilegu spjalli í Fréttablaðinu í gær. Meðal þess sem bar á góma var fréttaflutningur af kjölturakkanum Lúkasi, sem er orðinn þjóðþekktur fyrir meintan skelfilegan dauðdaga, upprisu og almennar píslir sem mál hans hefur leitt yfir alla sem koma við sögu. Hlín og Haraldi finnst ekki mikið til um frammistöðu fjölmiðla í máli Lúkasar. „Fréttastofurnar gleypa við hverju sem er þessa dagana," sagði Haraldur, og Hlín bætti við: „Þetta er farsi og um leið skammarlegt að þetta skuli ná þessum hæðum og verða ein af aðalfréttum sjónvarps og útvarps." Þessar hugleiðingar Hlínar og Haraldar eru angi af því algenga sjónarmiði að fjölmiðlar skapi veruleikann. Það gera þeir ekki. Góðir fjölmiðlar flytja fréttir af því sem er að gerast, hvað það er sem hreyfir við þjóð þeirra, um hvað hún talar, hverja hún elskar og hverja hún grætur. Það er ekki fjölmiðlunum að kenna ef þjóðin lítur í spegilinn og skammast sín fyrir hvað hún sér. Þegar sagan af drápi Lúkasar breiddist út með ljóshraða var alvöru móðursýki svo sannarlega fyrir hendi í netheimum. Og sá einstaklingur sem lá undir sök var í raunverulegri hættu, ef ekki beinlínis líkamlegri, þá örugglega andlegri. Það var fréttnæmt. Um það er óþarfi að deila. En sagan af hremmingum Lúkasar er fyrir löngu hætt að snúast eingöngu um örlög eins lítils hunds. Viðbrögðin við meintum dauðdaga hans eru upplýsandi um andlegt ástand þjóðarinnar; að minnsta kosti hluta hennar. Í því samhengi er mál Lúkasar ein stærsta frétt ársins. Í henni er hægt að skynja ákveðinn tíðaranda og gildismat sem er ekki að finna í fréttum af sölu Actavis, gengi krónunnar eða hræringa á húsnæðismarkaði. Í raun er sagan af Lúkasi ómetanlega merkileg og manni finnst pínu skrítið að leikskáldið Hlín skuli ekki kunna að meta dramatíkina. Skáld nota gjarnan stílbragð sem kallast hluti fyrir heild. Er þá einn lítill atburður, eða samskipti einstaklinga, notuð til að segja til dæmis sögu heils samfélags. Þannig stóð saklausa sveitastúlkan Ugla fyrir meirihluta íslensku þjóðarinnar andspænis Búa Árland, reykvíska auðvaldinu sem vildi selja landið, svo kunnuglegt dæmi sé tekið úr Atómstöð nóbelsskáldsins. Þegar vel tekst til lukkast fjölmiðlum að flytja fréttir í þessum anda. Þar sem hið einstaka nær að fanga hið almenna. Þetta eru gjarnan sögur úr hversdeginum og þær má ekki vanmeta eins og tilhneigingin er þó gjarnan, samanber viðbrögð Hlínar og Haraldar við fréttum af Lúkasi. Í Fréttablaðinu á föstudag var til dæmis sagt frá nágrannaerjum í Fjarðarási en slíkar deilur eru sígilt minni úr Íslendingasögunum. Í þessari samtímasögu voru þó sem betur fer aðeins höggvin tré en engir menn. En ef við höldum enn lengra þá er Fjarðarássagan ekki annað en smækkuð útgáfa af landamæradeilum sem hafa komið upp á milli þjóða og jafnvel valdið styrjöldum. Sem slík, veitir hún ákveðinn skilning á hvað oft þarf smávægileg tilefni til langvarandi fjandskapar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun