Vígamenn rændu í morgun sjö starfsmönnum dýpkunarfyrirtækis í suðausturhluta Nígeríu. Fólkinu var rænt í borginni Onitsha, sem er á bökkum Níger. Mannræningjarnir hafa sett fram beiðni um lausnargjald.
Mannrán í þeim tilgangi að fá lausnargjald eru algeng í suðurhluta Nígeríu og í kringum ósa Níger. Fólki sem rænt er er oftast sleppt eftir að lausnargjald hefur verið greitt. Glæpahópar á svæðinu eru farnir að ræna fólki til þess að verða sér úti um peninga. Enginn gísl hefur verið myrtur af ræningjum sínum það sem af er árinu.