Viðræður hafnar við vígamenn í Rauðu moskunni Jónas Haraldsson skrifar 9. júlí 2007 11:18 Pervez Musharraf, forseti Pakistan, hefur skipað samninganefnd til þess að ræða við vígamennina í Rauðu moskunni. Nefndin var skipuð eftir samráðsfund með áhrifamiklum klerkum sem réðu honum gegn því að ráðast inn í moskuna. Umsátrið um moskuna hefur nú staðið yfir í heila viku. Ekki er vitað hversu margir eru enn inni í moskunni en talið er að 50 til 60 vígamenn séu þar inni. Ráðherra í stjórn Musharraf sagði áður að erlendir vígamenn væru í moskunni. Þá er talið að þeir hafi tekið völdin af Abdul Rashid Ghazi, klerkinum sem enn er þar. Vígamenn og öryggissveitir hafa skipst á skotum í morgun en öryggissveitirnar hafa ekki enn ráðist til atlögu. Rauða moskan er fræg fyrir það að vilja koma á sharía lögum í Islamabad. Við hana er Jamia Hafsa bænaskólinn og klerkar moskunnar hafa þar kennt öfgakennd fræði sín, sem eru ekki ósvipuð þeim sem talibanar boða. Moskan og skólinn hafa lengi verið þyrnir í augum yfirvalda en þau hikuðu við að grípa til aðgerða. Þar sem yfirvöld aðhöfðust ekkert og vildu aðeins viðræður, færðu hóparnir sig upp á skaftið. Moskan gerði þá út vopnaða hópa sem gengu um borgina og hótuðu því fólki sem þeir þóttu brjóta gegn sharía-lögum. Þá er talið að vígamennirnir séu ósáttir við fjölda Kínverja í landinu. Fyrir rúmri viku síðan rændi hópur nemenda frá moskunni sjö kínverskum nuddkonum sem hann sakaði um að starfa sem vændiskonur. Kínverjar sendu þá frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem ránin voru fordæmd og rannsóknar var krafist á málinu. Musharraf ákvað þá, eftir mikinn þrýsting frá stjórnarandstöðunni og erlendum stjórnvöldum, að grípa til aðgerða og skipaði öryggissveitum að umkringja moskuna. Þá voru þrír Kínverjar myrtir í árás í gærkvöldi í borginni Peshawar en árásin er talin tengjast atburðunum við Rauðu moskuna. Erlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Pervez Musharraf, forseti Pakistan, hefur skipað samninganefnd til þess að ræða við vígamennina í Rauðu moskunni. Nefndin var skipuð eftir samráðsfund með áhrifamiklum klerkum sem réðu honum gegn því að ráðast inn í moskuna. Umsátrið um moskuna hefur nú staðið yfir í heila viku. Ekki er vitað hversu margir eru enn inni í moskunni en talið er að 50 til 60 vígamenn séu þar inni. Ráðherra í stjórn Musharraf sagði áður að erlendir vígamenn væru í moskunni. Þá er talið að þeir hafi tekið völdin af Abdul Rashid Ghazi, klerkinum sem enn er þar. Vígamenn og öryggissveitir hafa skipst á skotum í morgun en öryggissveitirnar hafa ekki enn ráðist til atlögu. Rauða moskan er fræg fyrir það að vilja koma á sharía lögum í Islamabad. Við hana er Jamia Hafsa bænaskólinn og klerkar moskunnar hafa þar kennt öfgakennd fræði sín, sem eru ekki ósvipuð þeim sem talibanar boða. Moskan og skólinn hafa lengi verið þyrnir í augum yfirvalda en þau hikuðu við að grípa til aðgerða. Þar sem yfirvöld aðhöfðust ekkert og vildu aðeins viðræður, færðu hóparnir sig upp á skaftið. Moskan gerði þá út vopnaða hópa sem gengu um borgina og hótuðu því fólki sem þeir þóttu brjóta gegn sharía-lögum. Þá er talið að vígamennirnir séu ósáttir við fjölda Kínverja í landinu. Fyrir rúmri viku síðan rændi hópur nemenda frá moskunni sjö kínverskum nuddkonum sem hann sakaði um að starfa sem vændiskonur. Kínverjar sendu þá frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem ránin voru fordæmd og rannsóknar var krafist á málinu. Musharraf ákvað þá, eftir mikinn þrýsting frá stjórnarandstöðunni og erlendum stjórnvöldum, að grípa til aðgerða og skipaði öryggissveitum að umkringja moskuna. Þá voru þrír Kínverjar myrtir í árás í gærkvöldi í borginni Peshawar en árásin er talin tengjast atburðunum við Rauðu moskuna.
Erlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“