Alan Johnston þakkar vestrænum fjölmiðlum 4. júlí 2007 13:55 Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný. Johnston líkti þolraun sinni við það að vera grafinn lifandi. Honum var lengi vel haldið í einangrun í herbergi þar sem búið var að negla fyrir alla glugga. Hann sagðist oft hafa dreymt um að losna en í hvert sinn hafi hann vaknað á ný í sama herberginu. Hann sagði að hann hefði ekki verið pyntaður á meðan hann var í haldi. Á fréttamannafundi sem hann hélt í Jerúsalem í dag þakkaði hann fjölmiðlum fyrir að hafa haldið lífi í honum. Hann hafði útvarp og gat því hlustað á BBC world Service og fylgst með fréttum af máli sínu. Johnston tók sérstaklega fram að ef það hefði ekki verið fyrir framtak Hamas þá væri hann enn fangi mannræningjanna. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í sínum fyrsta fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag, að Hamas hefði leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk. Stuttu eftir að Hamas samtökin komust til valda kröfðust þau þess að Johnston yrði látinn laus og sögðu að þau væru tilbúin að beita valdi ef með þyrfti. Mannræningjarnir, hópur sem kallar sig Her íslam, sagði á móti að ef reynt yrði að beita valdi til þess að bjarga Johnston, yrði hann drepinn. Breska stjórnin biðlaði til Hamas að bíða með aðgerðir af ótta við afleiðingarnar. Það var svo seint í gærkvöldi að liðsmenn Hamas tóku sér stöðu á húsum í kringum bækistöðvar Hers íslam. Viðræður hófust og enduðu á því að Hamas sannfærði áhrifamikinn klerk um að gefa út trúarlega tilskipun, eða Fatwa, þess efnis að sleppa ætti Johnston án skilyrða. Hann var þá látinn laus. Fatah hreyfingin, sem var við völd á Gaza áður en Hamas bolaði þeim í burtu, fagnaði því að Johnston hefði verið frelsaður. Háttsettur aðstoðarmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og leiðtoga Fatah, sakaði þó Hamas um að hafa unnið með Her íslam og skipulagt allt saman frá upphafi til enda. Erlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný. Johnston líkti þolraun sinni við það að vera grafinn lifandi. Honum var lengi vel haldið í einangrun í herbergi þar sem búið var að negla fyrir alla glugga. Hann sagðist oft hafa dreymt um að losna en í hvert sinn hafi hann vaknað á ný í sama herberginu. Hann sagði að hann hefði ekki verið pyntaður á meðan hann var í haldi. Á fréttamannafundi sem hann hélt í Jerúsalem í dag þakkaði hann fjölmiðlum fyrir að hafa haldið lífi í honum. Hann hafði útvarp og gat því hlustað á BBC world Service og fylgst með fréttum af máli sínu. Johnston tók sérstaklega fram að ef það hefði ekki verið fyrir framtak Hamas þá væri hann enn fangi mannræningjanna. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í sínum fyrsta fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag, að Hamas hefði leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk. Stuttu eftir að Hamas samtökin komust til valda kröfðust þau þess að Johnston yrði látinn laus og sögðu að þau væru tilbúin að beita valdi ef með þyrfti. Mannræningjarnir, hópur sem kallar sig Her íslam, sagði á móti að ef reynt yrði að beita valdi til þess að bjarga Johnston, yrði hann drepinn. Breska stjórnin biðlaði til Hamas að bíða með aðgerðir af ótta við afleiðingarnar. Það var svo seint í gærkvöldi að liðsmenn Hamas tóku sér stöðu á húsum í kringum bækistöðvar Hers íslam. Viðræður hófust og enduðu á því að Hamas sannfærði áhrifamikinn klerk um að gefa út trúarlega tilskipun, eða Fatwa, þess efnis að sleppa ætti Johnston án skilyrða. Hann var þá látinn laus. Fatah hreyfingin, sem var við völd á Gaza áður en Hamas bolaði þeim í burtu, fagnaði því að Johnston hefði verið frelsaður. Háttsettur aðstoðarmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og leiðtoga Fatah, sakaði þó Hamas um að hafa unnið með Her íslam og skipulagt allt saman frá upphafi til enda.
Erlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira