Blóðbaði afstýrt Guðjón Helgason skrifar 29. júní 2007 19:17 Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Loftið hefur verið lævi blandið í Lundúnum í dag eftir að sprengja fannst í kyrrstæðri bifreið nærri Tiger Tiger, þekktum næturklúbbi í Haymarket sem er skammt frá Piccadilly Circus og Leicester torgi. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbnum skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma en þar þurfti að sinna veikum gesti. Sjúkraliðar urðu varir við það sem þeir töldu reyk í silfurgrárri Mercedes Benz og var lögregla kölluð á vettvang. Í bílnum var að finna fjölmörg ílát full af bensíni, mörg gashylki og töluvert af nöglum. Svæðið var þegar girt af og sprengjusérfræðingar Lundúnalögreglunnar kallaðir á vettvang. Áður mun lögreglumaður hafa sýnt mikið hugrekki þegr hann fjarlægði kveikibúnað sem heimildir Sky-fréttastofunnar herma að hafi átt að fjarstýra með farsíma. Peter Clarke, aðstoðarlögreglustjóri, segir of snemmt að geta sér til um hver beri ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld taki allt til greina. Rannsóknir vísindamanna hjá lögreglu sýni hversu alvarleg sprengingin hefði orðið, ljóst sé þó að fjölmargir hefðu særst eða týnt lífi. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landinu ógnað, hafa verið ógnað um nokkurt skeið og verða það áfram. Leyfa þurfi lögreglu að rannska málið og greina stjórnvöldum frá því. Atvik næturinn minni á að almenningur þurfi að vera á varðbergi. Lundúnarbúar virðast hafa orðið við þessari ósk því nokkrum klukkustundum síðar barst lögreglu ábending um grunsamlega bifreið í neðanjarðarbílskýli undir undir Hyde garði. Götunni Park Lane og garðinum var lokað. Fleiri ábendingar bárust lögreglu fram eftir degi og sem dæmi var Fleet street lokað um tíma en hún síðan opnuð aftur fyrir umferð. Svava Bjarney Sigbertsdóttir hefur búið í Lundúnum í þrjú ár. Hún segist oft hafa sótt Tiger Tiger næturklúbbinn nærri þeim stað þar sem sprengjan fannst. Hún segir nærri tvö þúsund manns hafa verið á næturklúbbnum og nærri honum um miðnætti og blóðbaði hafa verið afstýrt. Þetta fái Lundúnarbúa til að hugsa sig um. Þeir séu nú meira varir um sig og það valdi óþægindum. Erlent Fréttir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Loftið hefur verið lævi blandið í Lundúnum í dag eftir að sprengja fannst í kyrrstæðri bifreið nærri Tiger Tiger, þekktum næturklúbbi í Haymarket sem er skammt frá Piccadilly Circus og Leicester torgi. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbnum skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma en þar þurfti að sinna veikum gesti. Sjúkraliðar urðu varir við það sem þeir töldu reyk í silfurgrárri Mercedes Benz og var lögregla kölluð á vettvang. Í bílnum var að finna fjölmörg ílát full af bensíni, mörg gashylki og töluvert af nöglum. Svæðið var þegar girt af og sprengjusérfræðingar Lundúnalögreglunnar kallaðir á vettvang. Áður mun lögreglumaður hafa sýnt mikið hugrekki þegr hann fjarlægði kveikibúnað sem heimildir Sky-fréttastofunnar herma að hafi átt að fjarstýra með farsíma. Peter Clarke, aðstoðarlögreglustjóri, segir of snemmt að geta sér til um hver beri ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld taki allt til greina. Rannsóknir vísindamanna hjá lögreglu sýni hversu alvarleg sprengingin hefði orðið, ljóst sé þó að fjölmargir hefðu særst eða týnt lífi. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landinu ógnað, hafa verið ógnað um nokkurt skeið og verða það áfram. Leyfa þurfi lögreglu að rannska málið og greina stjórnvöldum frá því. Atvik næturinn minni á að almenningur þurfi að vera á varðbergi. Lundúnarbúar virðast hafa orðið við þessari ósk því nokkrum klukkustundum síðar barst lögreglu ábending um grunsamlega bifreið í neðanjarðarbílskýli undir undir Hyde garði. Götunni Park Lane og garðinum var lokað. Fleiri ábendingar bárust lögreglu fram eftir degi og sem dæmi var Fleet street lokað um tíma en hún síðan opnuð aftur fyrir umferð. Svava Bjarney Sigbertsdóttir hefur búið í Lundúnum í þrjú ár. Hún segist oft hafa sótt Tiger Tiger næturklúbbinn nærri þeim stað þar sem sprengjan fannst. Hún segir nærri tvö þúsund manns hafa verið á næturklúbbnum og nærri honum um miðnætti og blóðbaði hafa verið afstýrt. Þetta fái Lundúnarbúa til að hugsa sig um. Þeir séu nú meira varir um sig og það valdi óþægindum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira