Ár hafa flætt yfir bakka sína í Smálöndunum í Suður-Svíþjóð eftir mikla úrkomu þar síðan á þriðjudag. Vatnsleiðslur hafa sprungið og valdið vandræðum. Kjallarar húsa hafa fyllst af vatni og vegir lokast vegna flóða.
Lestarsamgöngur liggja að miklu leyti niðri á svæðinu. Veðurfræðingar spá meiri rigningu á næstunni en ekki hefur verið gefin út viðvörun um frekari flóð. Miklir þurrkar hafa verið undanfarið og vatnsyfirborð var því lágt áður en fór að rigna.